Þetta á ekki að geta gerst.

Hér er klárlega sök rafveitu. Er verið að gefa eftir í öryggismálum við dreifingu á rafi? Er verið að „SPARA“?
Það er mikil lukka yfir þessari ungu stúlku. Hér hefði getað farið illa.
mbl.is „Þetta var bara fikt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu...sök rafveitunnar? Er það ekki augljóst mál að 15 ára unglingur sé læs og noti heilbrygðaskinsemi nálægt "Háspennu Lífshætta". Það er foreldranna að kenna börnum og unglingum hvar hætturnar leynast.

ragga (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:21

2 identicon

Ups...hvað er stúlkan gömul? Í einum fjölmiðli stendur að hún sé 15, og á öðrum stað að hún sé 9 ára....

ragga (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:31

3 identicon

Ragga, ég tek undir það að 15 ára unglingur á auðvitað að vita betur - en það er ekki hægt að segja það sama um 6 ára krakka sem dytti ef til vill í hug að taka upp á sams konar athæfi. Hvatvísir óvitar muna ekki alltaf það sem mamma og pabbi eru búin að kenna þeim. Það á því að sjálfsögðu ekki að vera þannig gengið frá spennistöðvum að svona atvik geti gerst. Þetta er klárlega sök rafveitunnar.

Sigurrós (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ekki einu sinni útlærður rafvirki ætti að geta potað í spennistöð utanfrá og skammhleypt rafi á milli fasa eða til jarðar. Það er ekki sami varnarbúnaður í svona stöð og á heimilum og því ætti EKKI að vera hægt pota í rafleiðslur spennistöðva.

Birgir Þór Bragason, 13.9.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: dvergur

Alltaf þegar það verða slys, keppast menn um að finna sökudólg, eins og sést  á mörgum umræðum um þessa frétt, sem og margar fréttir um óhöpp.

Það er bara einu sinni þannig að útilokað er að sjá fyrir fram allt sem hugsanlega gæti gerst og koma þannig í veg fyrir öll möguleg slys. Maðurinn er bara svo óútreiknanlegur að það er ekki hægt að sjá við honum.

Það þýðir þó ekki að ég sé eitthvað að verja rafveituna hér. Vissulega verða mörg slys verða vegna lélegs frágangs, en góður frágangur kemur ekki í veg fyrir öll slys. 

Miðað við myndina sem fylgir fréttinni er hægt að sjá að það er ekki nein bein leið í gegnum (miðað við að hún sé óskemmt) en þar sem að standarinn fer í gegn, er hún klárlega stórskemmt.

Því velti ég fyrir mér hvort að þarna var búið að skemma ristina áður, og þessi slysahætta þar með orðin möguleg, eða hvort að ristin var skemmd við þetta fikt.  Hafi ristin verið skemmd við þetta fikt af kannski 9 ára barn (veit ekkert hvað barnið var gamalt) þá er ristin væntanlega ekki nægilega sterkbyggð.

dvergur, 13.9.2008 kl. 13:11

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Auðvita á að keppast við að finna sökudólginn! Ekki þó til þess að refsa honum, heldur til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur.

Birgir Þór Bragason, 13.9.2008 kl. 13:22

7 identicon

Þetta er stelpunni sjálfri að kenna, þetta heitir náttúruval með öðrum orðum, ef hún er nógu heimsk til að gera eitthvað svona á hún afleiðingarnar skilið.

Ég býð bara eftir því að þegar krakkar henda sér fram af klettum og það fer eitthver niðrí jarðfræðideild háskólans og skammar þá...

Siggi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:10

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sumir gera mann orðlausan.

Birgir Þór Bragason, 13.9.2008 kl. 17:35

9 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

"Hér er klárlega sök rafveitu." - Ertu búinn að kynna þér málið nægilega vel til þess að geta staðið undir þessari fullyrðingu? Þ.e. reglur um öryggi á rafstöðum og annað slíkt.

Sökudólgurinn er barnið sem tróð málmhlut inní rafstöð.
Sökudólgurinn er sá sem átti að fræða barnið um að troða málmhlut inní rafstöð gæti verið stórhættulegt.
Sökudólgurinn er hönnuðurinn á rafstöðinni fyrir að gera ekki ráð fyrir því að einhver troði málmhlutum í gegn um loftræstinguna á rafstöðinni.
Sökudólgurinn er ríkið sem átti að hafa eftirlitsmenn á launum við að gera úttektir á rafstöðvum og koma í veg fyrir að nokkur maður eða dýr gæti slasað sig á rafstöðvunum

Fólk hefur allskonar skýringar á hver skuli vera sökudólgur. Það eina sem skiptir máli í þessu er að stelpan er á batavegi og rafveitan er búin að segjast ætla að skoða rafstöðvar sínar og gera allt sem í þeirra vegi stendur til þess að þetta gerist ekki aftur.

Hvað sem öllu líður þá efast ég um að þetta gerist aftur, hvort sem þeir breyti einhverju eður ei.
Kannski er rafveitan skaðabótaskyld. Þá er um að gera fyrir foreldrana að sjá sér leik á borði og ná sér í PENINGA !!! ... Það er jú það sem okkur vantar öllum nauðsynlega.

Páll Ingi Pálsson, 13.9.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Miðað við myndina af reiðhjólastandinum í ristinni, þá spyr ég, var ristin beylgluð fyrir slys eða varð hún svona krumpuð við slysið? Og ef ristin hefur verið skemmd áður, þá er kannski kominn enn einn "sökudólgur" í upptalningu Páls Inga Pálssonar.

Ég veit það vegna vinnu minnar að þessir skúrar eru ekki settir upp hérlendis né heldur annarstaðar án þess að fara í gegnum mikið ferli af gagnrýnum mönnum með skoðanir og eða staðla og öryggisreglna, þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að það sé frekar harkalega að kveðið að það sé veitunni að kenna að stúlkan nái að slasa sig þarna. Eins og ég hef sagt annarstaðar um þetta mál þá lít ég á þetta sem SLYS og ekkert annað.

EF búið væri td. að skera í öryggisbelti í bíl sem svo slitnaði við árekstur, væri það þá bílaframleiðandunum að kenna? Eða ef hjólreiðamaður fengi prik í teinana og steyptist á hausinn, ætti þá að fara í mál við DBS (man ekkert hvað þessir hjólaframleiðendur heita í dag svo ég nota gamalt nafn frá uppvaxtar árunum )

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 14.9.2008 kl. 02:44

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Páll Ingi, já ég er búinn að kynna mér reglugerðir um raforkuvirki. Þess vegna segi ég að þetta á ekki að geta komið fyrir. Þessi dreifistöð eða spennistöð hvort sem þetta nú er er ekki með varnarbúnað eins og á heimilum. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir að óvikomandi geti með nokkru móti náð í berar rafleiðslur. Það er ekki raunin hér og þess vegna segi ég að sökin er klárlegar rafveitunnar. Hvort hér er um sparnað, klaufaskap eða óvandaðan frágang að ræða þá á þetta ekki að geta gerst.

Birgir Þór Bragason, 14.9.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband