Þarna ætti að vera vegrið

Þetta er ekki í fyrsta og ekki síðasta sinnið sem ekið er í gegnum þessa girðingu. Afleit hönnun á nýju umferðamannvirki.
mbl.is Keyrðu í gegnum girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósammála

 Þetta er klárlega gert til að fólk sé ekki hlaupandi þarna yfir, eins og það væri að gera ef það væri vegrið þarna.

Baldur Hauksson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Vegrið útilokar ekki girðingu.

Birgir Þór Bragason, 28.9.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

annars minnir mig Birgir að þú hafir bloggað áður um þennan vegaspotta vegna slæmrar hönnuna.. því þessi beygja bíður upp á slys.. sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn að flestir keyra of hratt þarna. 

Óskar Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég hef gert það, fyrist löngu fyrir fyrsta slysið þarna. Ég held að þau séu orðin þrjú sem geta talist alvarleg og vegrið hefði komið í veg fyrir.

Svona var það:

Hringbrautin.

Date Created: 19 Nov, 2005, 09:29 AM

Talsverðar umræður hafa verið (eftirá) um ágæti Hringbrautarinnar, já eða réttara sagt ó-ágæti. Þar hafa menn látið í veðri vaka að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir stærð hennar og landrými undir hana. Aðrir hafa sagt að þetta sé ljótt.

Það er í raun ótrúlegt klúður sem hér hefur átt sér stað. Hvað varðar öryggi á þessum nýja hluta Hringbrautarinnar þá eru nokkrir staðir sem eru hættulegri en aðrir. Fyrst skal telja tengingu hennar við Miklubraut. Þegar ekið er í austur er komin blindbeygja við fyrsta húsið í Hlíðarhverfinu. Vegna hljóðmúrs hægramegin við Hringbrautina er útsýni mjög takmarkað og bara spurning hve alvarlegt slysið verður, hætt er við að bifreið á austurleið fari yfir á akrein með umferð á móti. Það verður árekstur úr gagnstæðum áttum og það verður alvarlegt! Því næst má nefna gatnamót við BSÍ. Þau eru óþörf, sérstaklega vinstribeygjurnar þar. Þar á eftir að verða harður árekstur. Næst víkur sögunni að Bústaðaveginum uppi á brúnni og þar í kring. Þar hafa menn búið til vinstribeygjur til þess að fara til hægri. Þetta er sér íslenskt fyrirbæri og alveg með ólíkindum að þetta skuli viðgangast. Þá er næst að nefna ljósastýrð gatnamót við Snorrabraut þar sem hefði átt að setja hringtorg.

Að lokum nefni ég hægri beygju inn á Rauðárstíginn af Miklubraut. Þar vantar afrein og það langa afrein.

Birgir Þór Bragason, 28.9.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég er nú búinn að keyra alveg hrikalega oft í gegnum þessi gatnamót, og þetta slys er annað slysið sem ég hef heyrt um (hitt sá ég sjálfur, fyrir ekkert alltof mörgum mánuðum síðan) og ég verð alltaf jafn hissa á því hvernig þetta getur gerst. Hvað myndi vegriðið gera þarna sem girðingin gerir ekki? Sveigja bílinn frá og upp hallann undir brúnna og hvolfa ? Er það ekki alveg eins hættulegt? Spyr sá sem ekki veit.

Árni Viðar Björgvinsson, 28.9.2008 kl. 16:05

6 identicon

Sammála Bigga,

Það er alveg merkilegt að þetta drápstól sem þessi stálteina girðing er skuli fá að vera þarna án þess að það sé vegrið meðfram því,sem ætti að vera allstaðar þar sem þessi ósköp eru.

Þetta stingur bílana í tættlur og að minnsta kosti einn er látinn eingöngu vegna svona teins sem fór í gegnum hurðina farþegamegin og í gengum hann og sætið og stóð þar fast.

Vegrið meðfram þessum vegum sem hafa svona girðingar eða finna aðrar lausnir til að hinfdra að fólk sé að hlaupa þarna yfir.

Friðrik (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:29

7 identicon

Smá viðbót,kunningi minn er sá sem slasaðist mest í þessu slysi og ég var að fá þessar fréttir af honum,hann er mjaðmagrindarbrotinn og TEINAR ÚR GRINDVERKINU gerðu gat á maga, lifur, annað lungað og smáþarmana.

BURT með þetta járnarusl.

Friðrik (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:34

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vil kom aðeins inn á annað.. vegriðið sem skilur að veginn á leið austur fyrir fjall er kallað "Ostaskerinn" af skandinövum.. af skiljanlegum ástæðum.. ímyndið ykkur hvað gerist ef maður á mótorhjóli fellur og rennur á það stauravirki... 

Þennan vegakafla á að endurhanna og helst setja í stokk því slysahættan á þessum stað er fáranlega há..

Óskar Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband