Hvaða bull er þetta?

Hvað á bæjarstýran við? Og hvað með það að þessi kafli væri sá einu á hringveginum þar sem hámarkshraðinn væri 70? Er einhver sérstök ógn í því? Það er óskiljanlegt að fólk skuli láta hafa svona bull eftir sér.

 

ps það þarf að lesa bullið í bæjarstýrunni til þess að skilja þetta blogg :):)

 

Það má finna hér


mbl.is Minni hraði yki hættu á framúrakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Birgir Þór.
Ég er sammála bæjarstýrunni með það að það sé ekki ráðlegt að lækka hraðann á þessum kafla. En ég er líka sammála flestu sem þú hefur sagt um umferðarhegðun og umferðaröryggi.
Ég fer ansi oft um þennan vegarspotta og er nokkuð viss um að ef hraðinn væri lækkaður þarna þá myndi það einungis auka á pirring í umferðinni og framúrakstur. Það sem Aldís nefnir er líka hárrétt, það þarf að auka löggæsluna. Mér finnst að maður eigi að geta átt von á því að mæta lögreglunni hvar sem er og hvenær sem er. Hún á ekki að liggja í leyni eins og maður hefur oft séð. Ég hef t.d. oft séð lögreglubíl ofan í lægð við Bitru (rétt við Skeiðavegamót), þar leggja þeir á reiðvegi. Lögreglan á að vera sýnileg og við eigum öll að fara eftir reglunum, þá fer allt vel.

Burkni (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Landi

Það er engin lausn að vilja lækka hraðann þarna,eins og það sé einhver bót á vegarkerfinu og að það minnki framúrakstur er ég ekki viss.

Það sem þarf að gera þarna er að leggja alveg nýjan veg,taka þær mishæðir / lægðir úr malbikinu  og breikka veginn.Setjið svo bar upp myndavélar og málið er úr sögunni,,,

Landi, 30.9.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í fyrsta lagi. Hverfur framúrakstur ef hámarkshraði er hækkaður? Eða hverfur hættan við framúrakstur við það að hækka hámarkshraða? Það hljóta að vera réttar spurningar - ef rökin sem hún beitir eru tekin gild.

Staðreyndin er sú að eftir því sem hraðinn er meiri því erfiðari og því hættulegri er framúrakstur. Ástæðan er sú að það þarf lengri vegalengd til framúraksturs þegar farið er framúr bíl á miklum hraða. Það ráða ekki allir við það.

Í öðru lagi. Allur hraði yfir 35 er lífshættulegur. Bílar í dag verja þá sem í þeim eru upp að 70 km/kls. Til þess að verja fólk í óhöppum á meiri hraða þarf umhverfi vega að vera til þess hannað. Umhverfi Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss er engan veginn þannig. Það á því að lækka hraðan á þessum vegi í 70. Það á líka að fækka gatnamótum, og gera þau gatnamót sem eftir verða vinsamleg fyrir vegfarendur.

Ég er að tala um aðgerðir sem þarf að framkvæma strax. Ef ekkert verður að gert þá á þessi vegarspotti eftir að kosta nokkur mannslíf og/eða alvarlega áverka þar til nýr vegur tekur við umferðinni

Birgir Þór Bragason, 30.9.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Magnús Björnsson

Ég fer nú ekki oft um þennan veg en það er einkum tvennt sem ég hef tekið eftir. Annað er að í öll skiptin eru þar vitleysingar á ferð sem keyra mun hraðar en leyfilegt er og taka fram úr mjög glannalega, hvort sem umferð er á móti eða á óbrotinni línu, jafnvel hvorutveggja. Hitt er að oftar en ekki er umferðin hægari en 90, yfirleitt 70-80.

Hámarkshraði hefur ekkert að segja með vitleysingana. Það þarf að ná þeim og refsa vel til að þeir mögulega hætti eða, sem er verra, að þeir lendi í slæmi slysi.

Langstærsti hluti vegfarenda fer eftir hámarkshraða þannig að verði slys þá verða þau að öllu jöfnu ekki jafn alvarleg sé hámarkshraði lægri.

Á sama hátt og margir vilja meina að 70 km hámarkshraði auki hættu á framúrakstri má færa rök fyrir því að 90 km hámarkshraði auki líkur á framúrakstri í þéttri og hægari umferð. Menn vilji einfaldlega keyra þennan kafla á 90 af því að það má (og 70 km umferðarhraði er þá of hægur).

Ég er sammála því að það þarf að auka löggæslu og sýnileika hennar. Ekki bara þarna heldur almennt.

Magnús Björnsson, 30.9.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband