Ástandið verra fyrstu sjö mánuðina þegar landið allt er skoðað

Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafa 8 látist, 116 slasast alvarlega og 804 minna. Árið 2007 höfðu 5 látist, 104 slasast alvarlega og 777 minna. Það er því alveg klárt að árið 2008 er verra en árið 2007 hvað þetta varðar.

 

Þess vegna á ég mjög bágt með að trúa inntaki þessarar fréttar. 


mbl.is Slysum fækkar í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um síðastliðnu 7 mánuði en ekki fyrstu 7 mánuði. Prófaðu að bera saman fyrstu 8 mánuðina árið 2007 og 2008 og þá færðu allt aðrar tölur.  Ef ég man rétt þá létur 5 ef ekki 6 bara í ágúst árið 2007.

Sandra (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:57

2 identicon

er ekki bara verið að tala um höfuðborgarsvæðið í fréttinni?

Þórður (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:57

3 identicon

*létust

Sandra (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Fyrstu 9 mánuði ársins 2007 létust níu. Í ár hafa 10 látist. Ef ástandi hefur batnað svona mikið á höfuðborgarsvæðinu en samtalan fyrir landið allt hækkar, þá er mikil fjölgun slysa á landsbyggðinni.

Birgir Þór Bragason, 3.10.2008 kl. 15:10

5 identicon

Er þá ekki bara verið að bera saman við fjölda íbúa, fjölda ökutækja og/eða fjölda keyrða km... án þess að það sé tekið fram :)

Sandra (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband