Vegagerðarruglið

Það var ekki bara í fjármálum sem þjóðin missti sig.

Bygging vega út frá höfuðborgarsvæðinu er í tómu rugli. Við sitjum uppi með Reykjanesbraut sem annar 50.000 bílum á dag, umferðin núna er um 11.000 á dag og spár gera ráð fyrir að hún verði komin í 15.000 árið 2020. Brautin er í dag um fimm sinnum stærri en þörf er á.

Reykjanesbrautin annar við bestu aðstæður 7.200 bílum á klukkustund í hvor átt!

Nú á að fara í sama ruglið með Suðurlandsveg. Væri ekki nær að nýta aurana án þess að skerða kröfur um öryggi og byggja 2+1 bæði suður og vestur.

Það er engin þörf á að vegakerfið verði 4 til 5 sinnum stærra en þörf er á, ekki frekar en bankakerfi.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Loksins þegar nútíminn kom í vegamálum á Íslandi þá rann eitthvað flottræfilsæði á menn sem sáu ekkert annað fyrir sér en feykidýra Autobahna sem er engin þörf á með tilliti til öryggis.

Það er sjálfsagt aldrei uppbyggilegt að hugsa "hvað ef" en ef maður hverfur aftur um 6 ár að þeim tíma þegar ákveðið var að gera Reykjanesbrautina að ofurhraðbraut og ímyndar sér að í staðinn hefði verið ákveðið að notast við 2+1 lausn þá hefði Reykjanesbrautin verið tilbúin mun fyrr, við værum sennilega líka komin með 2+1 veg á Selfoss og sjálfsagt langleiðina í Borgarnes. Það væri sennilega byrjað að ræða í alvöru um að aðgreina að fullu akstursstefnur norður á Akureyri og austur að Bakkafjöru.

Og nokkrum banaslysum, á síðustu árum og í framtíðinni hefði verið afstýrt.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:39

2 identicon

Við þetta má bæta að allir framreikningar á umferðarmagni sem hafa verið gerðir eru einstaklega óraunhæfir, þeir voru það fyrir kreppu og eru það enn frekar í ljósi núverandi ástands í samfélaginu. Menn hafa gripið í þau rök að ef suðurlandsvegur yrði byggður sem 2+1 vegur þá væri það ekki framtíðarlausn þar sem hann myndi mettast á fáum árum. 2+1 vegur er talinn ráða við 20.000 bíla á dag eða þrefalda daglega umferð um veginn í dag. Hvaða kristalskúlu hafa menn aðgang að sem sjá fyrir sér þreföldun umferðar um suðurlandsveg á fáum árum?

Bjarki (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband