Verð á Apple tölvum vondur brandari
14.2.2009 | 09:38
Í öllu því umróti sem er á Íslandi þá vekur það athygli mína hve fáránlegt verð er á tölvum frá Apple. Ein ódýr MacBook kostar 300.000 á Íslandi, 187.000 í London en 229.000 í Kaupmannahöfn. Þessi verð eru með sköttum.
Athugasemdir
Atugaðu líka að ríkið innheimtir ekki innflutningsgjöld af tölvum. Þannig að verðmunurinn er álagning IMC og ekkert annað. Hins vegar hefur IMC verði á barmi gjaldþrots í nokkra mánuði svo kannski eru þeir að reyna að rétta úr kútnum.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:39
Aðeins ósanngjarn samanburður þarna. Verð á hlutum miðast ekki við daglegt gengi heldur við gengið eins og það var þegar búðin sjálf sem um ræðir þurfti að borga fyrir vöruna til erlends aðila. Þannig að það þýðir lítið að vera með samanburð á núverandi gengi þegar að þú þarft frekar að miða við gengið fyrir nokkru síðan. Og þá er dæmið ekki alveg eins.
Apple búðin var nú með eina minnstu álagningu á tölvum hér á landi. Rukkuðu reyndar dáltið mikið fyrir aukabúnað og svoleiðis en það er önnur saga.
Svo verður fólk líka einhvertíman að gera sér grein fyrir að við búum útá miðju Atlanshafi og erum lítið annað er örfáar hræður hér. Við einfaldlega getum ekki og munum ekki nokkurtíman geta verið með alla hluti jafn ódýrt og annarsstaðar.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.