Óvarðir brúarstólpar
10.3.2009 | 19:46
Burtséð frá öllu þá er þetta einn þeirra brúarstólpa sem ekki á að vera hægt að aka á. Það vita þeir hjá Vegagerðinni og það vita þeir sem hönnuðu brúna. En samt endar för þessa ökumanns á stólpanum. Hefði það þurft að fara svo?
Ók á brúarstólpa á flótta frá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
And your point is?
kisi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:50
ÞArna ætti að vera vegrið!!!!
Elli V (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:53
Það væri ágætt ef svona vitleysingur meiðir sig en ekki aðra, og verður þess valdur að brúarstólpinn er lagfærður svo venjulegt (óheiladautt) fólk slasi sig ekki þarna.
"Kannski, bara kannski, er hlutverk þitt í lífinu að verða öðrum víti til varnaðar!"
Ari (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:58
Það eru líka ljósastaurar, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk við göturnar sem er óvarið. Á ekki að setja vegrið um það allt líka svo hægt er að vera öruggur fyrir svona ökuföntum.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:00
Rafn með fullri virðingu að þá er ekki hægt að verja alla fyrir öllu því þá þyrftum við að lifa í Kúlu..... En með ljósastaurana þá gefa þeir líka töluvert meira eftir en heil brú og gangandi vegfarendur og hjólreiða er oftast ekki með stíg nálægt svona vegum og svo er nú líka eithvað gert í því að setja brýr og undirgöng við svona stofnvegi til að verja göngufólk og hjólreiðafólk
Kveðja Elli
Elli V (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:15
... þann svíður sem undir mígur
kv d
doddý, 10.3.2009 kl. 22:03
Þetta er vítavert kæruleysi af lögreglunni að elta menn sem ekki sinna stöðvunarmerkjum. Hefði ekki verið betra að fara bara heim til hans og bíða eftir honum? Þeir höfðu jú bílnúmerið og vafalaust myndir af manninum. Lögreglan ber mikla ábyrgð á þessu og þarf að endurskoða sínar verklagsreglur í svona málum. Hvað ef maðurinn hefði lent framaná bíl fullum af börnum í staðinn???
Jón (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:39
Það eru víða óvarin mannvirki við vegi á höfuðborgarsvæðinu. Það eru líka víða girðingar, sem ættu ekki að vera nálægt umferð, við vegi á höfðuborgarsvæðinu. Þessi mannvirki og þessar girðingar gera ill verra. Fyrir löngu hefði Vegagerðin átt að vera búin að koma þarna fyrir vegriðum. Fyrir löngu hefði Vegagerðin átt að vera búin að fjarlægja girðingar sem eru við Miklubrautina. Það er margt hægt að gera til þess að draga úr áverkum á fólki í umferðaróhöppum. Margt af því er ekki dýrt. En verður dýrt ef það er látið ógert!
Birgir Þór Bragason, 10.3.2009 kl. 22:40
Jón, þú ert einmitt ein af ástæðunum fyrir því að við höfum Lögreglu!!
Þorsteinn Þormóðsson, 10.3.2009 kl. 22:48
Reyndar er vegrið þarna. Málið er að maðurinn var á upphækkuðum ofurjeppa (sem ætti tæpast að leyfa í umferð innan um blásaklaust fólk) þannig að vegriðið var jeppanum ekki fyrirstaða.
Sleggjan (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:01
Jón, hefur þú hugleitt að ef löggan hefði hætt að elta hann hefði hann kannski bara líka getað keyrt framan á fjölskyldu á leið í útileigu, en þar sem lögreglan var hætt að fylgja honum eftir þá fengu þau ekki einu sinni viðvörun ?????
Löggan hefði bara átt að keyra hann útaf við fyrsta tækifæri.
Ef allir færu bara að keyra eðlilega og færu heim til sín, væri heimurinn betri staður, en það er víst bara ekki svoleiðis.
Þeir byrjuðu að elta hann vegna þess að hann var búinn að keyra utan í bíla !!!!
Bjarni (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 01:15
Ég sé ekki vegriðið. Mynd1 mynd2 mynd3
Birgir Þór Bragason, 11.3.2009 kl. 09:52
Það er rétt enda fékk ég rangar upplýsingar og þetta sagt hafa gerst undir brúnni á Vífilstaðavegi. Þar eru vegrið en ég biðst forláts á að hafa farið rangt með.
Takk fyrir að leiðrétta mig Birgir.
Sleggjan (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.