Leyfilegt magn??????
19.3.2009 | 07:50
Það á að setja svona glæpamenn í grjótið.
Hvað á blaðamaður við með orðunum leyfilegt magn Í lögum segir að ekki megi aka eftir að hafa neytt áfengis. Margir virðast halda, eins og þessi blaðamaður, að aka megi ef magnið af áfengi er lítið. Það er ekki rétt.
Ég skora á verklaust Alþingi að setja refsirammann við 0 prómill.
Stöðvuðu dauðadrukkinn ökumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er reyndar ekki rétt hjá þér, í lögunum er talað um ákveðið alkohólmagn sem viðmið.
Mér finnst líka undarlegt að tala um verklaust Alþingi, magnið á afgreiðslu mála nú, síðan núverandi stjórn tók við er með ólíkindum, þetta er með afbrigðum afkastamikil stjórn. Að setja leyfilegt magn við 0 prómill er öfgafullt og myndi binda lögregluna í eltingaleik við fólk sem hefði drukkið pilsner eða malt, eða borðað brauð og svo sykraðann drykk á eftir. Hvaða tilgangi þjónar það?
bogi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:00
Og hvað stendur í lögunum? Hvert er þetta „ákveðna magn“?
Birgir Þór Bragason, 19.3.2009 kl. 08:07
Held að það sé 0,11 prómill en man það ekki nákvæmlega, en það er nógu lítið til að maður af venjulegri líkamsstærð kemst upp með að drekka 3/4 úr bjór eða svo en ekki meira. Það er skynsamlegt að mínu mati. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir lögunum er fjandinn laus, og fólk ber ekki virðingu fyrir ólögum sem banna manni hluti að ástæðulausu.
Bogi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:14
Heyr heyr Birgir Þór! Ég rak augun í þetta og finnst einkennilega orðað. Nú er það svo, skv 45. gr umferðarlaga að:
Bogi:
Vissulega eru í næstu málsgrein uppgefnar viðmiðunartölur. Það breytir því hins vegar ekki að strax eftir hálfan bjór er ökuhæfni okkar farin að skerðast. Sjónsviðið þrengist, sjón í myrkri verður lakara, viðbragðið lengist og það má þegar sjá að áfengið er farið að hafa áhrif á dómgreindina.
Þess vegna er það að ef lögreglan stöðvar ökumanna og mælir áfengi í viðkomandi, jafnvel þótt það sé undir mörkum, þá er akstur viðkomandi stöðvaður og honum ekki leyft að halda áfram. Ökumaðurinn fær ekki sekt þar sem áfengismagn var minna en 0,5 ‰ en það breytir ekki þeirr staðreynd að hann hefur brotið gegn umferðarlögum.
Þess vegna er lang hreinlegast og eðlilegast að færa refsimörkin niður í 0‰. Þannig þarf enginn að velkjast í vafa um hvort hann hefur drukkið "nógu lítið" heldur er málið einfalt (eins og mér virðist það reyndar nú þegar):
Eftir einn - ei aki neinn!
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:46
45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.
[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50‰, en er minna en 1,20‰, eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.]1)
[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.]1)
Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.
Það leysir ökumann ekki undan sök, þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr.
Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.
Eigi má fela manni í því ástandi, sem að framan greinir, stjórn ökutækis.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:47
Reyndar hef ég lesið kannanir þar sem fram hefur komið að þegar fólk hefur drukkið einfaldan þá keyri það betur svo Það sem Bogi segir " Það breytir því hins vegar ekki að strax eftir hálfan bjór er ökuhæfni okkar farin að skerðast"á ekki alltaf við.
Og greinarhöfundur að vera að tuða um þessi viðmiðunarmörk sem eru ekki neitt neitt og eiga fullann rétt á sé svo fólk sé ekki tekið og lendi í brjáluðu veseni eftir að hafa drukkið 1 malt eða borðað ákveðið Súkkulaði sem einnig getur einnig komið fram á prófi.
Af hverju kynnir fólk sér ekki málin og hugsar aðeins af hverju einhver viðmið eru svona eða hinsegin í stað þess að poppa upp með kröfur um að banna þetta og hitt og krefjast reglna sem minna á Gestapó reglur ,minnir mann á öfgakonur úr röðum Femínista þessir reglugerða kröfu pésar í sumum málum.
Riddarinn , 19.3.2009 kl. 09:15
Það er hrein goðsögn að fólk keyri betur eftir "einn" þótt því finnist það sjálfu. En ég er ánægður með lögguna að góma þennan stórglæpamann. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að á meðan þeir voru að eiga við þennan krimma hafi ekki færri en þrír stórglæpaauðmenn keyrt framhjá vettvangi og þeir voru alveg látnir í friði ...eins og alltaf.
corvus corax, 19.3.2009 kl. 09:25
0prómill ? Í guðanna bænum hættiði þessu kjaftæði. Mig langar að geta fengið mér 1skeið af hóstasafti án þess að vera "óökuhæfur" í margar klst. Einnig finnst mér það ekki geta verið stórhættulegt að fá sér eitt rommsúkkulaði eða Egils malt undir stýri.
Stebbi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:17
Fyrir mér er málið einfalt:
"Eftir einn ei aki neinn", ef áfengislykt finnst af ökumanni, á að stöðva för hans, og ef áfengismagnið er ofan við einhver mörk, á að svifta, eða refsa á annann hátt. Ef fólk hefur drukkið "vafasama" hóstasaft, eða étið súkkulaði með áfengi í, á það ekki að aka. Ef fólk er á sterkum lyfjum, sem geta haft áhrif á aksturshæfileika þess, á það ekki að aka.
Svona eru reglurnar, og það er fáránlegt og allt að því sjúklegt, að vera að velta því fyrir sér "hvort maður sé neðan við mörkin, eður ei", eftir að hafa "neyðst" til að drekka bjór eða vín með matnum. Og að lokum: Malt og pilsner innihalda áfengi, og það er því ekki spurning, að þessir drykkir eru "einn"
Börkur Hrólfsson, 19.3.2009 kl. 11:06
Það er samt allt í lagi að það komi fram að 0‰ þýðir í raun 0,2‰ vegna skekkjumarka. Því ættu menn að vera öruggir eftir hóstasaftið, svo fremi sem magnið er ekki orðið það mikið að það skerði ökuhæfni.
Það að fólki keyri betur eftir einn bjór er einfaldlega ekki rétt. Það sem gerist hins vegar oft er að fólk verður svo meðvitað um að það er að brjóta af sér að það fer að passa sig sérstaklega mikið. Það þarf að hafa ennþá meira fyrir akstrinum vegna þess að skilningarvitin eru þegar farin að bregðast. Við erum því ekki að tala um hvort ökumenn aki hraðar eða brjóti fleiri umferðarreglur, heldur einfaldlega það að sökum áhrifa áfengisins er ökuhæfni viðkomandi minni en hjá allsgáðum ökumanni.
Ég á rétt á því að vera í umferðinni án þess að eiga á hættu að ökumaður undir áhrifum áfengis skaði mig. Þú átt sama rétt :-)
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:40
Heyr Börkur. Þetta er akkúrat svona einfald. Kýrskýr löggjöf.
Páll Geir Bjarnason, 20.3.2009 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.