Dómarar mættu oftar vera vakandi.
23.3.2009 | 17:31
Í ljósi þessarar dómsniðurstöðu ætti að taka þetta mál upp aftur. Hér var ung stúlka er sett um borð í 700 hestafla torfærutæki, í of stórt sæti, illa spennt niður í það með öryggisbeltum og með allt of stóran hjálm. Auðvita vissi hún ekki að þetta er stórhættulegt tæki - hún lagði traust sitt á þá sem þarna stjórnuðu en auðvita réði hún ekki við þetta villidýr. Hver ræður við 700 hestafla tæki sem ekki hefur prófað neitt í líkingu við það áður. Hún vissi ekki betur en að þetta væri bara eins og að aka hverri annari bifreið. HÚN VAR PLÖTUÐ af sínum vinnuveitanda - hún trúði og treysti á að opinber yfirvöld gættu hennar með því að vera með reglur um umgengni við svona villidýr eins og 700 (já eða 800) hestafla torfærutæki.
Fær milljónabætur vegna vélsleðaslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er algjörlega sammála þér.
Gullý (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:34
Ég er líka hjartanlega sammála, Birgir Þór. Sá sem skipuleggur atburð á að huga að tryggingum þannig að þáttakendur séu tryggðir þótt þeir geri ekki allt nákvæmlega rétt. Margir sem prófa t.d. vélsleða eða mótorhjól í fyrsta sinn "frjósa" á inngjöfinni, sem er nærri því eðlileg viðbrögð. Ég hef oft séð það gerast og sat því fyrir aftan byrjendur á vélsleða, tilbúinn að grípa inn í atburðarrásina.
Ívar Pálsson, 23.3.2009 kl. 18:05
Það er hróplegt ósamræmi milli þessara tveggja dóma. Ef eitthvað er þá er vélsleðaslysið frekar í þá átt að viðkomandi átti að vita að maður á að vera með hjálm við akstur vélsleða. Ég er samt ekki með þessu að segja að dómurinn sé rangur heldur að undirstrika fáránleikann í "torfæru"dómnum.
Burkni (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:05
Enn eitt dæmið um það að menn eiga ekki að reyna að koma sér undan lögboðnum tryggingum á torfærutækjum sem er því miður allt allt of algengt.
Nonni (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:05
Það væri forvitnilegt að vita í þessu torfærudæmi hvort stúlkan hafi gert einhverskonar samning um að taka þátt í þessari keppni.
Þá væri hægt að beita ákvæðum samningaréttarins um bersýnilega ósanngjarnan samning gagnvart aðila sem hafði ekki þekkingu eða kunnáttu til að gera sér fyllilega grein fyrir því hvað hann var að samþykkja.
Þannig væri mögulega hægt að fá þeim samning rift og með því skapa viðkomandi hugsanlega skaðabótaábyrgð gagnvart stúlkunni
Ég er ekki að segja að þetta sé möguleiki en það væri forvitnilegt að skoða það
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.