Verðhjöðnun = nú lækkar verbótaþáttur lána

Það er ekki lengur verðbólga á Íslandi. Nú lækkar verðbótaþáttur lána og er það vel. Nú verður almenningur að gæta þess að verðbótakerfið verði ekki lagt niður á meðan svona er. En auðvita vilja lánendur slíkt og munu pressa á að því verði hraðað.
mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Alveg hárrétt, það er eins og þessi frétt hafi alveg farið framhjá fjölmiðlunum. Það er að segja að um næstu mánaðamót munu verðtryggðu lánin okkar hækka heldur munu þau lækka.

gummih, 24.3.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: gummih

Þarna átti að sjálfsögðu að standa "um næstu mánaðamót munu verðtryggðu lánin okkar EKKI hækka heldur munu þau lækka."

gummih, 24.3.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess vegna höfum við hjá L-listanum ákveðið að taka ekki þátt í þeirri loforðasúpu sem streymir nú frá stóru flokkunum, og er í besta falli óábyrgt hjal á meðan heimilin brenna í núverandi óvissuástandi.

Niðurfelling skulda um 20% myndi gagnast þeim mest sem skulda mest (tóku mesta áhættu) en ekki þeim tekjulægri sem þó geta líklega ráðið við afborganir sínar þegar um hægist. Afnám verðtryggingar á þessum tímapunkti myndi auk þess gagnast fjármagnseigendum á kostnað almúgans þar sem búast má við að höfuðstólar og afborganir muni fara lækkandi á næstunni í takt við verðlagið. Gott mál, svo er bara að vona að Seðlabankinn geri það rétta og fylgi á eftir með skarpri stýrivaxtalækkun.

Það er hinsvegar öllu verra fyrir myntkörfulánin að krónan virðist hafa veikst í dag og hugsanlega má rekja það til fallandi sparisjóða/banka um helgina. Það má þó búast því hvort sem okkur líkar betur eða verr að það muni taka nokkuð lengri tíma að ná stöðugleika á gjaldmiðlinum svo forsendur myndist fyrir styrkingu á ný, en framtíðin er samt björt þegar þetta verður yfirstaðið.

Hugsum stórt: X-L

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband