Ef ekki hefðu verið óraunhæfar ...

... kröfur um dýran, alltof dýran, 2+2 veg á undanförnum árum væri nú þegar kominn 2+1 á milli Hveragerðis og Selfoss. Það er engin þörf á 2+2 vegi þarna á milli.
Það hefur marg oft verið sýnt fram á að 2+1 skila jafnmiklu öryggi og 2+2 en sunnlendingar hafa þverskallast og hunsað þau rök. Það því við þá sjálfa að sakast, þessi dráttur á öryggisbótum á þessum vegi.
En þó svo sé þá á þessi kafli og kaflarnir út frá Reykjavík, suður og vestur, að hafa forgang þegar kemur að því að útvega lánsfé til vegaframkvæmda.
mbl.is Sunnlendingar þrýsta á um úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt. Það viðurkennir það auðvitað enginn en ég held að margir sem sætta sig ekki við neitt nema fullmótaðan Autobahn séu ekki endilega að hugsa mest um öryggi, heldur hraða. Á 2+1 vegi verða ekkert minni tafir á álagspunktum en nú er.

Til þess að koma í veg fyrir þessar biðraðir sem verða til í nokkrar klukkustundir í viku, og þá bara á sumarmánuðunum, er svo verið að tala um tvöfalt dýrari lausn en nauðsynleg er öryggisins vegna. Það virkar hálf geggjað.

Í raun hefði 2+1 lausn verið jafnvel heppilegri á Reykjanesbraut en hún er fyrir Suður/Vesturlandsvegi vegna þess að þar er umferðarmagnið jafnara eftir árstímum eða vikudögum en það er á hinum leiðunum.

Bjarki (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 12:01

2 identicon

Mikil umferð á suður- og vesturlandsvegum út frá Reykjavík er vegna sumarbústaðaumferðarinnar milli kl. 17 og 19 á föstudögum og 16 til 19 á sunnudögum , ca. 10 helgar yfir sumarmánuðina.  Á þessum tíma dettur umferðarhraðinn niður um 20 km á klukkustund.  Í stað þess að nota alla miljarðana til að leggja annan veg jafnbreiðan alla leið til Selfoss og upp í Borgarnes væri kanski viturlegra að nýta féð til að gera ódýrari öryggisaðgerðir og efla umferðareftirlit, en leggja áherslu á að leggja af hættulega fjallvegi.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband