Veiku hliđarnar

Ţegar hver orrustuflugvélin á fćtur annarri hrapađi á árunum fyrir 1950, voru ţessi slys fyrst í stađ útskýrđ međ mistökum flugmannanna. En hinn mikli fjöldi slysa varđ engu ađ síđur til ţess ađ hjá bandarískum hernađaryfirvöldum fóru menn ađ velta fyrir sér samspili manns og véla. Nánari rannsókn á slysunum leiddi nefnilega í ljós ađ í flestum tilvikum mátti rekja ţau til gallađrar tćknihönnunar. Ţađ var einfaldlega of auđvelt fyrir flugmanninn ađ gera mistök. Ţegar innréttingum í flugstjórnarklefanum var breytt, fćkkađi slysunum verulega. Ţetta varđ upphafiđ ađ alveg nýju sviđi rannsóknar ţar sem menn einblína á mannlega ţáttinn. Ein ţeirra stofnana sem nú standa í allra fremstu röđ á ţessu sviđi er danska stofnunin Forskningscenter Risř ţar sem vísindamenn hafa um 25 ára skeiđ fengist viđ ađ koma í veg fyrir mannleg mistök. Starfiđ fer ađ hluta til fram viđ Danish Human Factor Center.

Svona hefst ţessi grein í tímaritinu Lifandi vísindi

Rannsóknir hafa einnig sýnt greinilegt tölfrćđilegt samhengi milli lítilla mistaka og alvarlegra slysa. Tryggingafyrirtćki eitt lét t.d. fara kerfisbundiđ yfir 1,7 milljón mála. Niđurstađan var skýr. Af hverjum 600 smávćgilegum mistökum leiddu yfirleitt 10 til minni háttar slysa á fólki og eitt til meiri háttar slysa. Međ ţví ađ draga úr fjölda lítils háttar mistaka mun ţađ sem sagt koma fram í formi fćrri slysa.

Ţessi niđurstađa í greininni vekur mann til umhugsunar hvort ţađ vćri ekki rétt ađ yfirfćra ţessa ţekkingu til hagsbóta fyrir okkur í umferđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband