Var Sagafilm að stela?

Það væri fróðlegt að fá að vita hvort Sagafilm hafi verið að stela myndefni sem þeir svo seldu áfram.
mbl.is Snýst um lítinn bút í Baugs myndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill nú svo til að þú ert með efst í gullkistunni hjá þér sjónvarpsefni sem er á þínum vegum á idisk sem þú ert að dreifa ólöglega líka ??

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kæri Arnar ég hef ekki selt það sem ég ekki á.

Birgir Þór Bragason, 19.11.2009 kl. 11:58

3 identicon

Ég sagði það heldur ekki, mér þykir það hinsvegar bara skondið að maður sem að lætur sig höfundarréttalög ekki varða meiru en það að hann brjóti þau sjálfur gagnrýni aðra fyrir slíkt hið sama.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég er ekki að brjóta höfundarréttarlögin Arnar. Samstarf mitt við þá félaga í TopGear nær aftur til ársins 1994. Það samstarf hefur verið með ágætum.

Birgir Þór Bragason, 19.11.2009 kl. 12:14

5 Smámynd: Maelstrom

Uhh, lásuð þið ekki fréttina?  Það segir í fréttinni að samningar Sagafilm hafi verið þannig að ekki mætti nota þetta höfundavarða efni á netinu.  Þeir greiddu s.s. fyrir efnið en ekki fyrir að birta það á netinu. 

Núna er hins vegar fólk að stela þessu efni frá Sagafilm og setja á netið og mögulega að baka fyrirtækinu skaðabótaábyrgð.   Ég gæti t.d. trúað að Tina Turner hafi leyft upptöku á tónleikum með því skilyrði að það yrði ekki sýnt opinberlega. 

Lesa fréttina áður en þið jarmið!

Maelstrom, 19.11.2009 kl. 12:15

6 identicon

Mealstorm.  Endilega austu úr viskubrunninum um hvernig Saga film má og getur nýtt sér upptökurnar? (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Maelstrom

Hef ekki hugmynd um hvað Sagafilm getur eða má enda ekki með nein tengsl við fyrirtækið. 

Hvernig væri að þið ausið úr ykkar viskubrunni um hvaða efni var stolið áður en þið þjófkennið fyrirtækið.

Maelstrom, 19.11.2009 kl. 12:49

8 identicon

Vera má að þú eigir samstarf við þá félaga en ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að BBC eigi sýningarréttinn á Top Gear og án skriflegs leyfi frá þeim ertu að brjóta höfundarréttalög.  Afþví þú sýnir efni úr þættinum.

Þetta er e.t.v. á gráu svæði og ólíklegt að úr þessu yrði stórmál ef vinskapur er ykkar á milli en hvergi í myndskeiðinu sá ég birt með leyfi BBC og án þess þá ertu tæknilega séð að brjóta höfundaréttarlög.

En myndbrotin sem þú sýnir einnig eru þín eigin verk geri ég ráð fyrir og þú hefur fullan rétt á því að birta það þrátt fyrir að BBC hafi notað efnið í Top Gear þættina svo framarlega sem þú hefur þá aðeins selt/gefið þeim sýningarrétt en ekki höfundarrétt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:51

9 identicon

Guðmundur, ég geri passlega ráðfyrir að Saga Film hafi verið ráðið til þess að kvikmynda partýið eða framleiða einhver skemmtiatriði sem sýnd eru í þessu myndbroti til einkanota Baugs.

Það þýðir þá væntanlega að þeir megi ekki sýna neinum þetta en augljóslega hefur einhver starfsmaður eða óprúttinn aðili sem hafði aðgang að þessu myndbroti birt það án leyfis frá Baugi.

Og það getur gert Saga Film skaðabótaskylt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 12:54

10 identicon

Nú þekki ég aðeins til þessara hluta, og Birgir Þór gerir augljóslega, þá halda þessi rök Saga film afar illa.  Þeir hljóta að vera áhugasamir þá að "blörra" andlit eins og alltaf er gert í tilfellum þar sem aðilar eiga ekki að þekkjast, eða hreinlega klippt viðkomandi út.  Eðlilega eiga þeir að gera llt til að koma þessari kvikmyndagerðarlegri snilld okkur almenningi til að njóta.  Segist hugur að myndefnið hafi verið sent til þátttakenda eftir veisluna og þaðan er hún eðlilega komin á netið. Það þarf ekki kjarnorkuvísindamann til að sjá hvers vegna myndbandið hafi verið stoppað og það hefur ekkert að gera með skemmtikraftana.  Sá gjörningur á eftir að verða þess valdandi að það verði enn athyglisverðara og örugglega búið að vista á Wikileaks og svipuðum stöðum.  Blaðamenn eiga að fara fram á að sjá samninga þessara aðila sem eiga að vera þess valdandi að almenningi er ekki heimil að sjá myndbrotin.  En hvar var verið að þjófkenna Saga film?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:54

11 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband