Árekstrar

Hjá Hagstofu Íslands eru skráð 4.943 óhöpp, í flokknum Öll umferðarslys og óhöpp, árið 1995. Árið 2005 urðu í sama flokki 8.221 óhapp, 66% fjölgun.
Skráð ökutæki voru 137.165 árið 1995 en 219.068 árið 2005, 60% fjölgun
Gerum ráð fyrir að 90% Íslendinga á aldrinum 17 til 80 ár hafi ökuréttindi bæði árin, sem gerir þá 169.043 árið 1995 en 195.369 árið 2005, 16% fjölgun.

Árekstrum fjölgaði um 66% - ökutækjum um 60% en handhöfum ökuréttinda um 16%
Það má lesa úr þessum tölum að ökutæki eru orðin talsvert fleiri en ökumenn með réttindi og því má vera ljóst að það er ekki hægt að skrifa fjölgun árekstra á fjölda ökutækja, enda aka þau ekki án ökumanns. Það má líka lesa úr þessu að við erum ekki að ná árangri í að fækka árekstrum, þvert á móti þeim bara fjölgar og fjölgar. Er ekki kominn tími á að við endurskoðum málið? Afhverju erum við Íslendingar sífellt að aka á hvern annan? Það erum við sem eigum sökina, ekki ökutækin, ekki sólin, ekki hálkan, ekki vegurinn. Færum umferðarfræðslu og ökukennslu inn í grunnnám barna okkar, inn í skólana og byrjum strax


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Erum við bara almennt ekki eða ansi mörg okkar að hegða okkur í umferðinni eins og við séum Palli einn í heiminum? Tökum ekki nóg tillit til annarra og förum kanski ekki nægjanlega vel eftir umferðamerkjum.. eða kunnum oft ekki nógu vel á þau.. En þetta á að vísu ekki um þessi slys úti á þjóðvegum... Í sambandi við ökukennslu þá finnst mér of lítið gert í því að láta liðið læra að aka úti á þjóðvegum, hvort sem er um þjóðveg 1 að ræða eða malarsveitavegina gömlu.  Nú og við öll akstursskylyrði.. Liggur við að það þyrfti að vera einhverskonar  akkstursskilyrða "hermir" sem að þyrfti að vera hægt að æfa sig í svona  flug "hermir" eins þeir  sem eru að læra að verða atvinnuflugmenn.  Held að það vanti oft upp á það að ökumaðurinn fái tilfinninguna fyrir því hvað hann er með í höndunum nema að vera líka kennt að keyra á svoleiðis vegum..Það myndi kanski minnka útafkeyrslur og bílveltur við það, kanski síður hætta á að  ökumaðurinn missi stjórn á bílnum.  Mér finnst líka alltof mikið af því að fólk gefi ekki stefnuljós nú eða þegar þau eru notuð þá er það oft ekki rétt gert.  Þeir sem gefa ekki stefnuljós nema einungis þegar einhverjir aðrir bílar eru nálægt eru nú mjög líklegir til að "gleyma" því bara heilt yfir.... Afhverju ekki bara að hafa þetta alltaf fyrir sið?  Er það ekki rétt að ef bílslys verður þá er tekið mið af því í tjónaskýrslum hvort viðkomandi hafi gefið stefnuljós eða ekki og nú þar fyrir utan vonandi í rétta átt.... Svo er líka eitt í sambandi við notkun stefnuljósa..það er gefa þau tímanlega en ekki bara um leið og beygt er eða breytt um aksturstefnu...en heldur ekki of snemma áður en beygt er því þá heldur maður að viðkomandi hafi gleymt stefnuljósinu á....Maður væri oft búinn að lenda illa í því ef að maður væri ekki alltaf með það í huga að sá sem er á undan manni gæti allt í einu snarbremsað og svo beygt um leið og viðkomandi setur stefnuljós á..  Svo er það ljósabúnaður bifreiða sem má sko alveg fara að gera skurk í...nú og þá að nota þessi ljós  sem er víst skylda í dag.. þá er lágmark að þau séu rétt stillt og að bæði séu logandi...Ferlegt að mæta bílum sem eru eineygðir og hvað þá ef að þetta eina ljós lýsir beint upp í loft eða er stillt beint í augu þess sem kemur á móti.....Veit ekki betur en sé tekið mikið harðar á þessum málum erlendis en hér á landi....Þetta finnst mér allavega að eigi að vera í lagi...lítið mál fyrir liðið að fara á næstu bensínstöð og láta setja nýja peru í.  Lágmark að maður sjái hvert maður er að keyra en ekki nóg að gera það þegar maður er lentur á því....hlutnum nú eða manneskjunni...svo líka að rúður séu þannig þrifnar og skafnar að sjáist út um þær...  P.S. Ég  var farin að keyra dráttavélar 9 ára gömul.....og bíla 12 ára......en það var jú í sveitinni í denn...væri kanski ráð að láta þá sem eru að æfa sig fyrir bílpróf að prófa að keyra dráttavélar og með tæki og tól aftan í líka og inni á túni og bíla líka..svona til þess að fá tilfinninguna fyrir því tæki sem þú hefur á milli handanna og ert að stjórna.....en ég ætla svo sem ekkert að segja að ég sé betri bílstjóri fyrir því..en dráttavélar og dráttavélar í dag er nú ekki alveg það sama.. sorry langlokuna....

Agný, 10.1.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Yfir 50% árekstra verða í Reykjavík einni, yfir 70% á höfuðborgarsvæðinu. Er ekki málið að beina augunum þangað frekar en á akstur úti á þjóðvegum?

Birgir Þór Bragason, 10.1.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband