Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
2+1 Borgarnes - Akureyri
23.12.2006 | 10:32
Framhaldið liggur í augum uppi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Harðduglegur.
22.12.2006 | 06:15
Ætli þetta þekkist á Íslandi?
Bloggar | Breytt 9.1.2007 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekur þú eftir einn?
21.12.2006 | 10:36
Eru það smávægileg mistök að aka eftir einn? Hugsaðu málið.
Bloggar | Breytt 9.1.2007 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fátt nýtt undir sólinni.
20.12.2006 | 06:21
Hér er grein úr læknablaðinu síðan 2005
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiku hliðarnar
19.12.2006 | 15:27
Svona hefst þessi grein í tímaritinu Lifandi vísindi
Rannsóknir hafa einnig sýnt greinilegt tölfræðilegt samhengi milli lítilla mistaka og alvarlegra slysa. Tryggingafyrirtæki eitt lét t.d. fara kerfisbundið yfir 1,7 milljón mála. Niðurstaðan var skýr. Af hverjum 600 smávægilegum mistökum leiddu yfirleitt 10 til minni háttar slysa á fólki og eitt til meiri háttar slysa. Með því að draga úr fjölda lítils háttar mistaka mun það sem sagt koma fram í formi færri slysa.
Þessi niðurstaða í greininni vekur mann til umhugsunar hvort það væri ekki rétt að yfirfæra þessa þekkingu til hagsbóta fyrir okkur í umferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílar eru leiktæki.
18.12.2006 | 20:31
Alþýðustjórnir landa hafa hinsvegar veigrað sér við að setja slíkar takmarkanir á leiktækin sem seld eru almenningi og/eða notkun þeirra. Staðan er sú á Íslandi og víðar, að nýliði má aka 500 hestafla bifreið daginn sem hann fær ökuréttindi, í almennri umferð, innan um alla aðra umferð og það án þess að hann hafi sannað getu sína til að stjórna slíku tæki. Gatan er ekki leikvöllur en á meðan ekkert annað er að hafa og allir geta eignast eða fengið lánað leiktæki eins og bifreið, þá munu menn leika sér þar.
Við færðum knattspyrnu af götunum fyrir nokkrum árum síðan, lærum af því. Færum þessi leiktæki úr almennri umferð, fyrsta skrefið er að takmarka aðgang nýliða að þeim, skref tvö, að koma okkur upp leiksvæðum en samt með takmörkunum á afli miðað við reynslu
Við kennum börnunum okkar að synda á unga aldri, lærum af því. Færum verklega ökukennslu inn í grunnskólana og kennum þau fræði sem þarf, til að komast lifandi frá samgöngum á landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)