Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Annað eins?

Í frétt á ruv.is segir - Bíll valt um kl. 16.00 í dag út í skurð í Grímsnesinu eftir að hafa verið að draga kerru fulla af timbri sem tók að rása með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.

Auk ökumannsins var einn farþegi í bílnum. Þeir slösuðust lítillega. Eldur kviknaði í bílnum og því voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu kallaðir á staðinn, auk lögreglu- og sjúkraliðs frá Selfossi.-

Vonandi slasaðist enginn alvarlega en það er umhugsunarvert að frumorsökin virðist vera sú sama og á Borgarfjarðarbrúnni.


mbl.is Bílvelta á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að ekki fór verr

Það er gott að lögreglan í Borgarnesi er nú farin að segja frá hver frumorsök umferðaróhappa er. Þannig getum við lært og forðast að lenda í því saman. Bravó fyrir lögreglunni í Borgarnesi.
mbl.is Slapp með skrekkinn á Borgarfjarðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður!!!!

Hér er verið að bera Ísland saman við lönd sem hafa ekki sömu lífsgæði. Það er ekki sérstakleg snjallt, að mínu mati. Ef maður ber Danmörku saman við Ísland, þá hallar á Ísland og það verulega.

Árslaun í iðnaði í Danmörku eru 41.133 evrur en á Íslandi 33.207

Í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eru launin í DK 41.543 en á Íslandi 40.095

Og að lokum, í verslun og viðgerðarþjónusta, Danmörk, 36.931, Ísland 33.730.


mbl.is Launakostnaður hér á landi hærri en í Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengun og daglegt líf

Mikið er rætt um loftmengun þessa dagana. Við vitum að beljur menga meira en bílar, flugvélar, skip og lestir, samanlagt. En vissir þú að íslenski flugflotinn mengar meira en íslenski bílaflotinn? Vissir þú að skipin menga meira en flugvélarnar? Loftmengun af völdum bifreiða, að meðtöldum rútum, strætó, vörubíla og sendiferðabíla, er innan við 5 prósent af loftmengun. Sífellt er verið að segja við einstaklinginn að hann eigi að menga minna. Það er verið að tala um að hafa áhrif á ca 3 prósent af útblæstir gróðurhúsalofttegunda. Augu manna mættu beinast í meira mæli á það sem stærra er í þessu máli.

Sama má segja um árekstra í Reykjavík. Innan við 10 prósent verða á Miklubraut, Hringbraut og Kringlumýrarbraut. Það segir að yfir 90 prósent verða annar staðar og lítið er gert til að fækka í þeim flokki, athyglin er á fyrrnefndar götur og þar með á litlu 10 prósentin.


Umferðaröryggi og ábyrgð

Nú er það svo að flestir telja að umferðaröryggi eigi að koma ofan frá, frá ráðuneyti sem fer með slík mál hverju sinni. Fólk lítur til samgönguráðuneytis og bíður tilskipana. Nýjar reglugerðir koma þaðan með óreglulegu millibili, þar sem þetta eða hitt verður að skyldum. Sveitarstjórnarfólk hefur því miður ekki sett umferðaröryggismál ofarlega á sína lista og framkvæmir tilskipanir ráðuneytis með semingi. Hvernig væri að fólk í þessu stjórnsýlsustigi taki sér tak og taki þetta mál alvarlega. Ég held nefnilega að umferðaröryggi komi einmitt frá hinum endanum, frá einstaklingunum sjálfum, þeim sem eru í umferðinni. Og hvaða stjórnsýslustig er næst honum? Það að gera eina götu slysalausa er ekki stórmál, ef íbúar hennar og sveitarstjórn leggjast á eitt. Svo er það næsta gata og sú næsta og svo koll af kolli.

Ég vil leyfa mér að vekja athygli á þessum þræði í bloggi Herdísar Sigurjónsdóttur bæjarfulltrúa.


Góður vinur

Góður vinur minn er alvarlega slaðaður. Ég er með kökk í hálsinum, tár í augunum og verk í hjartanu mínu. Því þarf þetta að gerast. Í tilraun sinni til að afstýra árekstri féll hann í götuna og slasaðist illa.

Ég ætlast til að tildrög slysins verði rannsökuð og niðurstaða fáist svo hægt verði að nýta hana til að koma í veg fyrir endurtekningu. Ég veit að vinur minn er sömu skoðunnar. Hver sekur er eða saklaus í þessu máli skiptir ekki máli, hugur minn er hjá þér elsku vinur minn.


mbl.is Fluttur alvarlega slasaður á slysadeild LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsneyti

Venjulegur fólksbíll sem eyðir 8 lítrum á hundraðið eyðir 20 lítrum á hvert sæti á hverjum 1000 kílómetrum. Litlu skiptir hvort einhver situr í sætinu eða ekki. Sama á við um flugvélar en þar er eyðslan um 35 lítrar á hverja 1000 kílómetra pr. sæti. Þar eins og í bílum skiptri litlu hvort einhver situr í sætinu eða ekki. Af þessu má sjá að bílar menga minna en flugvélar. Það er athyglis verð grein í Morgunblaðinu um þetta síðastliðin sunnudag.

Beljur jarðarinnar menga þó meira en bílar, flugvélar, skip og lestir samanlagt með prumpi sínu. Gott að vita svona, er það ekki?


Að sjálfsögðu

Það er frábært að lögreglan skuli æfa hraðakstur. Við viljum að hún komi fljótt þegar við þurfum á henni að halda. Breski herinn hefur í meira en áratug nýtt sér stærasta rallið á Íslandi til þess að æfa sína menn í hraðakstri á möl og láta vel af. Ég hef hins vegar ekki séð íslensku lögregluna nýta sér þann möguleika, merkilegt.
mbl.is Æfa hraðakstur í yfirgefinni herstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir

Þetta er fréttatilkynninga frá framkvæmdaaðilum kappakstursbrautar á Suðurnesjum. Ég fagna þessu mjög.

Stjórn byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ.Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar.Í þessum fyrsta áfanga motoparksins verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl. Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta. Ökugerði með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlýtandi kennslu í ökugerði..Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra Iceland motopark er þetta mikilvægur áfangi í langtímafjármögnun þessa hluta svæðisins og kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á heildarverkefnið, einnig er þetta mikil viðurkenning á verkefninu og hvernig það hefur verið unnið. Byggðastofnun hefur með þessu skrefi skapað grunn að sköpun umtalsverða starfa í Reykjanesbæ, en gert er ráð fyrir að innan Iceland motopark verði allt að 300 ný störf þegar heildar uppbyggingu svæðisins er lokið.

Það má skoða myndband hér til hægri - Aksturskennsla við réttar aðstæður-


Aðvörun

Eru einhverjir vindmælar þarna og eru skilti sem vara við þessum vindi? Tæknin er til, sagan segir okkur að þetta getur gerst og því ætti að vera aðvörunarbúnaður þarna. Vindurinn sést ekki með berum augum og hvað þá vindstrengir.
mbl.is Hjólhýsi valt á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband