Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Villuráfandi skráning

Umferðaróhapp getur nú varla kallast slys nema einhver slasist. Á enn að halda áfram að þessu rugli sem er á slysaskráningu í umferðinni?
mbl.is Flestir slasast í heima- og frítímaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta?

Hvað á bæjarstýran við? Og hvað með það að þessi kafli væri sá einu á hringveginum þar sem hámarkshraðinn væri 70? Er einhver sérstök ógn í því? Það er óskiljanlegt að fólk skuli láta hafa svona bull eftir sér.

 

ps það þarf að lesa bullið í bæjarstýrunni til þess að skilja þetta blogg :):)

 

Það má finna hér


mbl.is Minni hraði yki hættu á framúrakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndin á forsíðu Morgunblaðsins

Fjármálaráðherra ekki með öryggisbeltið spennt. Það er lögbrot.

Þarna ætti að vera vegrið

Þetta er ekki í fyrsta og ekki síðasta sinnið sem ekið er í gegnum þessa girðingu. Afleit hönnun á nýju umferðamannvirki.
mbl.is Keyrðu í gegnum girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Þorgerður viti af þessu?

Rúv getur einfaldlega ekki lagt af íþróttafréttir. Heldur ekki íþróttaþætti. Um allskonar íþróttir. Rúv er miðill allra, ekki bara þeirra sem vilja það sem þeir sjálfir vilja fyrir sinn smekk. Rúv þarf og á að þjóna öllum.

Fróðlegt væri að fá að vita meira um stefnu Rúv í þessum málaflokki. 


mbl.is Frekari breytingar hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufaskapur samgönguráðherra

Í grein eftir Kristján Möller í Fréttablaðinu í dag eru margar vitleysur. Í fyrsta lagi talar hann um fækkun látinna á hverja milljón ekinna kílómetra. Þegar Kristján talar um milljón kílómetra þá eiga tölurnar við um milljarð ekinna kílómetra. Ekki skakkar nema þremur núllum hjá blessuðum karlinum.

Hann segir líka „ Banaslys í hlutfalli við ekna kílómetra er áreiðanlegur mælikvarði til samanburðar við nágrannalönd“ en hann, eins og svo margir aðrir, gleymir því að í nágrannalöndunum nota margir lestir, strætó og hjól og slíkur ferðamáti er ekki inni í eknum kílómetrum. Það fæst því ekki marktækur samanburður með þessar aðferð.

Alvarlega slösuðum hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Hann lætur það sem vind um eyru þjóta.  Fólk hrinur niður í Árnessýslu af völdum umferðar, hann gerir lítið í þeim málum. Árið 2007 létust 6 þar og 15 slösuðust alvarlega.

Já Kristján, betur má ef duga skal. Eina ráðið sem þú virðist hafa eru stærri og öflugri vopn til handa lögreglunni. Það eina sem þó dugar til langframa er kennsla og aftur kennsla.

Mennt er máttur í þessu eins og öðru


Þetta á ekki að geta gerst.

Hér er klárlega sök rafveitu. Er verið að gefa eftir í öryggismálum við dreifingu á rafi? Er verið að „SPARA“?
Það er mikil lukka yfir þessari ungu stúlku. Hér hefði getað farið illa.
mbl.is „Þetta var bara fikt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað var svona listrænt við þetta?

Hvaða tegund listar var þetta? Er þetta kennt einhverstaðar? Getur hver sem er búið til svona listaverk? Verður listaverkið verðmætt í menningu okkar í framtíðinni? Fær listamaðurinn laun fyrir list sína?
mbl.is Máli Þórarins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt með íslenzkuna

Hvað er að?

Óvíst er hvort krafan sem fellur á Eimskip vegna gjaldþrots XL Leisure og Björgólfsfeðgar, stærstu eigendur Eimskip, auk annarra fjárfesta, ætla að kaupa, sem verður breytt í víkjandi lán til Eimskips, verði með breytirétti í hlutafé sem myndi þynna út aðra hluthafa félagsins.

Er þessi íslenska til fyrirmyndar? Og hvað þýðir þessi setning?


HM í fótbolta

Ísland - Skotland

Góður leikur hjá okkar mönnum.

Verst að mörkin telja í þessari íþrótt.

Við erum klaufar í vörn, vá hvað við erum léleg í vörn!!! Eftir víti, markmaður einn á móti 3. 

Of mikið kæruleysi hjá of mörgum leikmönnum, það er stór ástæða fyrir stöðunni.

Strákarnir reyndu þó, stundum allavega. 

Myndgæðin á ruv.is eru ekki góð miðað við þá tækni sem er í boði. Ég skora á RÚV að taka DR sér til fyrirmyndar. 

Portúgal - Danmörk

 Klikkuð úrslit!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband