Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Slúður eða frétt?

Hver er uppspretta þessara upplýsinga? Áreiðanleiki mbl.is í fréttum af Formúlunni hefur nú ekki verið mikill hingað til.
mbl.is Räikkönen í sérflokki í launatöflu ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita eru þessi óhöpp ökumönnunum að kenna

Það er ekki nóg að vera á nýjum dekkjum, nelgdum eða ekki. Það verður að aka miðað við aðstæður. Umferðaröryggi kemur ekki ofan frá. Umferðaröryggi er fyrst og fremst í höndum þeirra sem taka þátt í umferðinni. Þeir verða að haga sér í takt við aðstæður, þar með talið eigin getu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglan í Borgarnesi heldur því fram að hálka hafi valdið óhöppum. Það væri heillaspor ef lögreglumenn hættu að kenna veðri um umferðaróhöpp.

ps. ef ekki eru slys á fólki í umferðaróhöppum þá er það ekki umferðarslys.


mbl.is Óttast skert umferðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á Børsen við með þessari samlíkingu?

Rauði þráðurinn í bókinni er mannsal, misþyrming á ungum konum, morð ekki bara eitt heldur mörg, nauðganir og almenn fyrirlitning á konum. Hvað er líkt með glæpum í sögubókinni og fyrirtækjum sem gengu kaupum og sölu?

Ég mótmæli fyrir hönd Íslendinga. Mótmæli því að líkja einstökum eða mörgum Íslendingum við morðingja.


mbl.is Íslenski loftkastalinn sem sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni Einar, kennir dómurum um enn og aftur

Stjarnan vann og Einar kvartar yfir dómurum samkvæmt Vísi.is.
Það eru sömu viðbrögð og áður. Áfram Stjarnan.
mbl.is Íslandsmeistarar Stjörnunnar sóttu sigur í Safamýrina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki krapinu um að kenna

Það er rangt mat hjá lögreglunni að það hafi verið krapið sem hægt og rólega færði bílana út fyrir veg. Svona lagað er eingöngu ökumönnunum að kenna. Þeir taka ekki mið af aðstæðum. Það er ekki hægt að kenna veðrinu, rigningunni, sólinni, snjónum, vindinum eða krapinu um.
mbl.is Útaf í Þrengslunum vegna krapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband