Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Þetta er skemmtilegur brandari

Hvað er verið að verðlauna vinnandi „elítu“-lið með orðum og borðum. Ágætt að sæma sjálfboðaliða viðurkenningum fyrir vel unnin störf í þágu margra en sendiherrar eru bara sýslumenn fyrir landa sína. EN þetta er allavega skemmtilegur brandari þar sem enginn meiddist.
mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af þessu.

Annars ætti þetta „Það er eins og það verði ákveðin kaflaskipti þegar börnin byrja í grunnskóla, þá er eins og slakað sé á kröfunum.“ ekki að koma á óvart.

Til skamms tíma hætti öll umferðarfræðsla á vegum ríkis og bæja þegar börn byrjuðu í skóla. Þessi fræðsla og fræðsla um fjármál heimila, ætti að vera í forgrunni í menntakerfi landsins. 


mbl.is Ranglega festir bílstólar algengasta dánarorsökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur er þetta

Það er nú frekar gróft að stela peningum af embættismönnum. Og refsa svo embættismönnunum fyrir.
mbl.is Stálu 515 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því gerum við ekki betur?

Vegir eru byggðir af mönnum. Bílar líka. Menn eru aldir upp af mönnum. Menn kenna mönnum. Útkoman er ekki góð.

Var að lesa skýrsluna. Flest slysin verða í dagsbirtu á þurrum vegum í góðri færð. Það er skýjað eða sól. Slysin eru ekki veðrinu að kenna. Þau eru okkur að kenna og áverkarnir eru okkur að kenna. Óvinsamlegt umhverfi vega leikur talsvert hlutverk. Það gerir áfengið líka. Hvortveggja eru á okkar ábyrgð

Ég vill sjá fernt.

 

  1. Betri fræðslu og betra uppeldi, umferðaruppeldi í skólum.
  2. Áfengislása að finnskri fyrirmynd.
  3. Takmarkanir á afli fyrir nýliða.
  4. Að bílar verði óökufærir nema ÖLL öryggisbelti í þeim sætum sem eru í notkun eru spennt.  

 


mbl.is Alvarlegum slysum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira bullið

Það á ekki að leika sér með matinn. Heldur ekki að matnum.
mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum fjarstýrða ádrepara í bíl.

Lögreglan fær svo takkann! Þetta er ekki flókið.

 

Ps. þessi ökumaður ætti að fara í gæsluvarðhald í viku á meðan mál hans er rannsakað. Þannig væri það ef hann hefði veifað haglabyssu. 


mbl.is Verður yfirheyrður seinna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja kæru blaðamenn nú vantar frétt um þetta.

Hverjir eru skilmálar þessara lána? Hvaða vextir eru á lánunum? Hver greiðir þessa vexti? Hvenær? Hvaðan koma aurarnir til þess að greiða þessa vexti? Hvað eru lánin til langs tíma?

Endilega bætið við spurningum.


mbl.is Fjármögnunin í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem ekur á 180 km/kls...

...til þess að koma veiku barni undir læknishendur, fær ekki dóm eða sekt. Hann fær frekar hjálp frá lögreglu, til þess að komast hratt og örugglega á leiðarenda.
mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband