Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Er fyrirsögnin slys?

Er hægt að fækka banaslysum? Ætti ekki ferkar að segja fækkum tíðni slíkra slysa? Eða drögum úr líkum á áverkum þegar óhöpp verða?

Auðvita eiga Íslendingar að taka upp núllsýn í samgöngumálum. Er hún ekki nú þegar til staðar hvað varðar flugsamgöngur? Er það ekki óásættanlegt að missa fólk í flugslysum?

Þingheimur mætti endurskoða þá ákvörðun að sóa féi í Vaðlarheiðargöng. Almenningur mætti rýna í eign barm og taka afstöðu gegn ölvunarakstri. Verum óhrædd að tilkynna um slíkt þegar ættingjar og vinir eiga í hlut.

Eigum við að krefjast þess að ekki verði hægt að aka bíl nema með öryggisbeltin spennt í þeim sætum sem setið er í?

Það búa ekki nema nokkur þúsund í Garðabænum. Samt eru 3 árekstrar á dag þar. Rannsókn sem gerð var sýnir að í hverjum 600 árekstrum verða slys á fólki í 10 tilfellum, þar af með alvarlegum afleiðingum í einu þeirra. Hvað gerir bæjarstjórn við svona upplýsingar? Getur hún notða þær? Vill hún það?

Eru öryggisbelti í skólarútum? Í Mosfellsbæ til dæmis? Eru þau notuð?

Umferðaröryggi kemur ekki ofan frá. Ekki frá ráðherra eða þingmönnum. Það kemur innan frá. Frá hverjum og einum. Hvað ætlar þú að gera í umferðaröryggismálum?


mbl.is Enginn á móti því að fækka banaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nauðsynlegt að bregðast við

Aðstæður þarna voru algjörlega óðviðunandi. Það var ekki hægt að bíða eftir ákvörðun frá einhverjum sem hvorki geta né vita hvernig átti að bregðast við.

Hér kemur enn einu sinni í ljós að pólitíkusar eru misvitrir. Karl og hans lið eru greinilega óvitar þegar kemur að umferðaröryggismálum.

Húrra fyrir þori starfsmanna vegagerðarinnar.


mbl.is Óánægja með vinnubrögð Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram bankarán

Ef það vinna 950 manns hjá bankanum þá er gróðinn per starfsmann 1.500.000 í hverjum mánuði. Bankarnir á Íslandi halda áfram að ræna viðskiptamenn sína. Það hefur ekkert breyzt.
mbl.is Hagnaður Landsbankans 12,9 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó

Ég fagna þessum áfanga. Mild að ekki hafa orðið banaslys á þessum kafla síðan slysagyldran var búin til á mótum Miklubrautar og Hringbrautar.
mbl.is Framkvæmdir á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Magnað. Það eina sem þurfti að gera var að byðja ökumennina að vera vakandi við aksturinn. Gott væri nú ef hægt væri að halda þeim vakandi.

Síðan má svo vekja aðra ökumenn hægt og hljótt.

_______
/l ,[___],
l--L-⌐OlllllllO-
▒)¯¯ ▒)----▒)


mbl.is Einungis fjögur óhöpp á 23 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gert grín að mér...

... þegar ég spenni á mig beltið í aftursæti. Þannig hefur það verið lengi. Mér finnst það skrítið. Hvað með þig. SLeppir þú því að spenna á þig beltið af ótta við að þú verðir skotspónn?
mbl.is Meira um bílbeltaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband