Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hver er ábyrgur?

Ef alvarlegt slys verður í vetur af völdum þessa, hver verður gerður ábyrgur? Ef mannslíf glatast við þessi gatnamót hver verður ábyrgur? Og hvernig ætla menn að bæta þann skaða sem slíkt slys veldur?
mbl.is Rugla ökumenn í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt!

Hvað gerir það athyglisvert að slysum fækkaði á sama tíma og bílum á nagladekkjum fækkaði? 

Eins og með margt annað í umferðinni þá veldur falskt öryggi mikilli hættu. Það er falskt öryggi í nagladekkjum. Það vita margir. Hvers vegna veit samgöngustjóri Reykjavíkurborgar það ekki?

Naglar hjálpa sumum ökumönnum að komast af stað en hjálpa lítið við stjórnun og/eða stöðvun ökutækja. Í raun má alveg segja að þeir sem komast ekki af stað án nagladekkja hafa ekkert út í umferðina að gera á höfuðborgarsvæðinu. 


mbl.is Slysum fjölgar ekki þrátt fyrir færri nagla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bil á milli bíla = engin aftanákeyrsla!

Of mikið bil, og aftanákeyrslan verður harðari en ella. Hraðamunurinn verður meiri.

Hvað veldur því að einn ekur aftan á annan? Bilið? Nei. Sá sem er á undan? Já stundum. Sauðsháttur þess sem er á eftir? Já oftast.

Hvað er þá til ráða? Vekja sauðinn! Og hvernig verður það gert? Veit ekki. Því verður eiginlega hver og einn að svara sjáflum sér. Varst þú sauðurinn í umferðinni í gær?


mbl.is Bil á milli bíla sé hæfilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkva alveg, nema við gatnamót.

Þegar lýsingin hafði „sannað“ gildi sitt kom í ljós að alvarlegum óhöppum fjölgaði. Því miður virðast ökumann verða værukærari á svona vegum þegar þeir eru lýstir. Þess vegna á að slökkvað á þessum ljósum og fjarlægja þá. Vegrið á veginn beggjavegna sem og í miðju.
mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband