Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Hefð?

Held nú að ef menn eygja sigurmöguleika þá reyna liðin að ná sigri á síðasta degi.

http://en.wikipedia.org/wiki/1989_Tour_de_France


mbl.is Bræður á verðlaunapalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallað kerfi - röng viðbrögð

Í ljósi þess að reynslulítið fólk veldur slysum í umferðinni þá er gripið til þess ráðs að hækka prófaldurinn. Reynsluleysi verður þó enn við lýði því lítið er gert til þess að bæta reynslu þeirra sem fá ökuréttindi.

Því til viðbótar er ekkert gert til þess að koma í veg fyrir að reynslulaus nýliði fái að aka 300 hestafla tryllitæki innan um aðra vegfarendur.

Ég hef áður lagt það til að ökukennsla og ökunámið verði fært inn í grunnskóla landsins. Geri það hér með enn og aftur.

Við náum mestum og bestum árangri með því að kenna unga fólkinu okkar að umgangast fararskjótana og stýra nánar hverju nýliði má aka og hvar.

Sólópróf til notkunar á afmörkuðu svæði væri eðlilegt framhald æfingaakstursins. Sveitarfélög ættu að bjóða foreldrum aðgang að eftirlitsbúnaði í bíla til hand þeim sem aka áður en þeir ná 18 ára aldri.

Nýliði á EKKI að fá réttindi til þess að aka kraftmiklum bíl og skal þá sérstaklega horfa til hröðunarmöguleika fararskjótans.

Mín tillaga til viðbótar því að færa námið inn í grunnskólana með verklegum æfingum: Lækkum æfingaakstursaldurinn í 15 ára, tökum upp sólópróf fyrir 16 ára, merkjum sólóökumanninn rétt eins og þann sem er í æfingaakstri, takmörkum það svæði sem hann má aka í, t.d sá sem á heima í Garðabæ má einungis aka í sínum heimabæ. Innleiðum svipað kerfi og gildir um mótorhjól hvað varðar afl og vélarstærðir.

Kveðja BiggiBraga


mbl.is Ungir íslenskir ökumenn hafa bætt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um ekki frétt

Hver er fréttin í þessu?
mbl.is Rússnesk flugvél í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband