Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Best væri að byggja skjólveggi beggja vegna

Þannig mætti draga úr hávaða fyrir utan götuna og jafnframt hindra óæskilega þverun hennar, gangandi eða hjólandi. Þessi lausn hefur verði notuð hér í Danmörku og hafa skjólveggirnir sumirhverjir verði úr gegnsæu efni.

 

Hraði hefur ekkert með afköst götunnar að gera. Hraðaksturinn er mestur þegar umferð er lítil. Bil milli bíla hefur mest að segja um afköstin. Eftir því sem hraðinn eykst verður lengra á milli bíla og þumalputtareglan er að afköstin eru einn bíll á sekúndu óháð hraða. Hver bíll tekur meira pláss á götunni eftir því sem hraðinn eykst.

 

ps. Með þessu er ég ekki að réttlæta á einn eða annan hátt hraðaksturinn.


mbl.is „Ofbeldi gagnvart íbúunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gaman væri ...

... að sjá þessa frétt á íslensku.
mbl.is BBC: Verðmiðinn á Gylfa hækkar við hvert mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltinn var fjarlægður af götunum

Það er líka hægt að fjarlægja þennan leik. Með sömu aðferð. Það þarf meira að segja ekki nema einn völl fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
mbl.is Erfitt að stoppa ofsaaksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki fallegt sjónvarp.

Ónýt mynd og ónýtt hljóð. Spyrjandi má líka láta það vera að jáaaa aftur og aftur á meðan viðmælandi er að tala. Vonandi verður leikurinn betri.
mbl.is Ólafur: Enga fjallabaksleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband