Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Fráleitt fyrirkomulag.
7.7.2012 | 14:18
Ekki virðast hjólreiðamenn né yfirvöld sem leyfa þessa keppni hafa áhyggjur af öryggi keppenda og/eða annarra vegfarenda. Þetta er ein mesta ferðahelgi á ársins og umferð um Suðurlandsveg mikil og hröð.
Í hjólreiðakeponum með um og yfir 100 þátttakendum er algengt að hjólreiðamenn hjóli saman í hópi sem oft tekur allan veginn. Hjólað er hlið við hlið og stundum er hraði hjólreiðamannanna um og yfir 40-50 km/kls. Auðveldlega geta þjálfaðir hjólreiðmenn á góðum fararskjóta hjólað á meira en 50 km/kls á jafnsléttu og þannig farið hraðar en gert er ráð fyrir að nokkur fari t.d í gegnum Selfoss. Auk þess er alveg hægt að ná yfir 90 km/kls niður Kambana. Þetta er keppni og í alvöru er ekki ætlast til að keppendur haldi sig innan hraðatakmarkanna? Eða hvað?.
Ef hjólreiðaíþróttin (sem ég heillast af, Tour de France er nú í fullum gangi) á að ná fótfestu verður framkvæmd keppna að vera í takt við það sem gerist í Evrópu. Öryggi keppenda á að vera í fyrirrúmi.
Vonandi fer þetta samt vel.
Hjólagarpar í Tour de Hvolsvöllur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)