112

Det koster menneskeliv, når vi ringer 112. Det viser erfaringer fra Norge.

I dag overlever langt flere nordmænd end danskere, når de får hjertestop, og årsagen er primært, at de norske alarm- og vagtcentraler er bemandet af sygeplejersker. De kan hurtigt afgøre, om der er brug for en ambulance, og de kan vejlede i førstehjælp over telefonen.

 

Hvernig er þetta á Íslandi?


Torfæra hér heima í Danmörku

Næstu tvær umferðirnar í Norðurlandamótinu fara fram hér í Danmörku. Þess má geta að Ragnar Róbertsson leiðir í götuflokki en Gunnar Gunnarsson í stóra flokknum
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Norðurlandamótið í torfæru, frábær árangur

Fyrstu tvær umferðirnar, af tíu, fóru fram í Noregi nú um helgina. Það var ekki að sökum að spyrja við áttum sviðið. Ragnar Róbertsson sigraði í Götuflokki í báðum umferðunum og með sérlegum glæsibrag í dag í annari umferð. Gunnar Gunnarson sigraði í dag í sérútbúnum en Sigurður Þór Jónsson varð að láta sér sjötta sætið duga eftir herfileg mistök í annari braut. Nitróið kláraðist af kútnum!!!!! Þeir Gunnar og Sigurður urðu í öðru og fjórða í gær, í fyrstu umferðinni, en slök skipulagning var hápunktur gærdagsins. Keppni hófst klukkan 11 og var hætt klukkan 19.30 þó enn væri eftir að aka eina braut í sérútbúna. Norðmenn sáu þó að sér í dag og nú tók keppnin ekki nema fjóra klukkutíma þó keppendur hafi verið 33.

Næstu tvær umferðir verða í Danmörku um miðjan júní.


Eru til ráð?

Að mínu mati þá er aðeins um eitt raunhæft ráð. Það verður að koma upp leikvöllum fyrir þessa leiki. Fótboltinn var færður af götum, ekki með boðum og bönnum heldur með því að búnar voru tl aðstæður til þess að stunda hann annarsstaðar. Það sama á við hér, það verður að búa til örugga staði þar sem þessi leikur getur farið fram. Ég er ekki að mæla þessu bót síður en svo, en það dugar ekki að berja hausnum í vegginn.
mbl.is Kappaksturinn á Akranesi stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð foreldranna og ábyrgð á foreldrum

Gott hjá henni. Ábyrðin er mikil hjá foreldrum en síðar á lífsleiðinni verður ábyrgðin hjá börnunum. Það er þegar kemur að því að fá gamla fólkið til þess að skila inn ökuréttindunum.
mbl.is Tók bílinn af syninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbrautin enn og aftur

Hálfkláruð og nú virðist það vera mottó að hafa allt hálfklárað þar. Á þeim kafla sem vegurinn er einbreiður frá Vogum að Reykjanesbæ er búið að bæta merkinga á helming leiðarinnar. Hálfklárað. Miðjumerking er á helming leiðarinnar. Hálfklárað. Aðvörunarskiltin um að vegurinn er með umferð á móti eru á ljósastaurunum, engin merki fyrir umferðina á leið til borgarinnar. Hálfklárað. Á sex stöðum þarf að færa umferð á milli nýja og gamla, búið er að merkja svona sæmilega á þremur stöðum. Hálfklárað.

Verður þetta lagað við næsta slys? „Nú er ekki eftir neinu að bíða“ sagði Umferðarstofa eftir síðasta slys, EFTIR hverju er beðið núna?


humm?? er þetta ekki bara stórt gat???

35 í öðru - plús - 35 í öðru = 50 sentímetrar ( horn í horn) er það ekki bara sæmilega stórt gat???

Því er póstlúga svona STÓR????


mbl.is Smeygði sér inn um 35x35 bréfalúgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarefni

Það er rannsóknarefni og fróðlegt að skoða niðurstöðurnar um það hvað bæjar- og borgarstjórnarliðar hér á höfðuborgarsvæðinu, hafa með háttalagi eða aðgerðaleysi sínu, tafið fyrir uppbyggingu öruggra vega. Á sama tíma og krafist er, að leiðir til og frá svæðinu verði gerðar öruggar, þá tefja þau málið aftur og aftur. Þetta á reyndar ekki bara við um hreppstjórana á höfuðborgarsvæðinu heldur víðar við þéttbýli á Íslandi.
mbl.is Tvöföldun gæti dregist í 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tekið af ruv.is

Þreyta og syfja er ein algengasta ástæðan fyrir umferðaslysum hér á landi. Fjölmargar rannsóknir sýna að flutningarbílstjórar eru í sérstökum áhættuhóp varðandi þreytu. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðaslysa, segir að verði gengið að kröfum vörubílstjóra um undanþágur frá hvíldartíma muni það vera á kostnað umferðaröryggis á Íslandi.


Þá er það grímulaust

að þeir verði undanþegnir hvíldartímaákvæðum Evrópureglna.“

 

Umferðaröryggi fyrir okkur hin kemur þeim greinilega ekki við, svei þeim.


mbl.is Vel sóttur stofnfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband