Lýðheilsustöðin og umferðarslys

Í áttundu grein laga um Lýðheilsustöðina segir:

Slysavarnaráð. Hlutverk slysavarnaráðs er að stuðla að fækkun slysa. Ráðið skal sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti. Jafnframt skal ráðið hlutast til um úrvinnslu skráðra upplýsinga og birtingu þeirra. Ráðið mótar reglur um framkvæmd skráningar og aðgang að upplýsingum úr skránni. Samræmd slysaskrá skal varðveitt hjá landlækni. Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um skipan ráðsins og starfsemi þess.
Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur þetta fram:

Virðulegur forseti. Spurt er: ,Hversu mörg börn yngri en 15 ára slösuðust við leik á snjóþotum, sleðum og vélsleðum á árunum 2000 2005? Svar óskast sundurliðað eftir árum, aldri, kyni og búnaði. Því er til að svara að sundurliðaðar upplýsingar með þeim hætti sem þingmaðurinn óskaði eftir liggja ekki fyrir á landsvísu. Upplýsingarnar sem ég hef eru hins vegar úr Slysaskrá Íslands sem byggja á upplýsingum frá slysadeild LSH.

Það er hlutverk Lýðheilsustöðvar að sjá til þess að í Slysaskrá Íslands skráist öll slys á landinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki gert. Höfuðborgarsvæðið og að hluta til Austuland eru inni í þessari skrá og aðeins eitt tryggingarfélag skráir slys inn í skránna. Meðal annars þess vegna vitum við ekki hve margir slasast í umferðinni á ári hverju. Er ekki rétt að bæta úr þessu? Ef við vitum ekki hve stórt þetta vandamál er þá er lítið von um að við bregðumst rétt við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband