Þetta er ekki gott

Það kemur höfuðborgarbúum illa ef þetta gengur eftir. Þeir eru 2/3 þjóðarinnar og fara um þennan veg rétt eins og aðrir landsmenn. Fari svo að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður þá verður lítið eftir af aurum til þess að auka öryggi á Vesturlandsvegi, já og á Vestfjörðum og á Norðurlandi og á Austurlandi. Til þess að bæta svo gráu ofan á svart þá verður ekki til fé til þess að auka öryggi á öðrum vegum á Suðurlandi en Árnessýslu veitir ekki af slíku. Engin önnur sýlsa er með jafn marga látna, alvarlega slasaða og lítið slasaða á öllu landinu. Aðeins Reykjavík sjálf er verri.

Árin 1998 til og með 2005 létust í Árnessýlu 19 einstaklingar, 170 slösuðust alvarlega og 706 minnháttar. Í Reykjavík létust 21, 377 slösuðust alvarlega og 3876 minniháttar.


mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sammála.  2+1 hafa reynst mjög vel og kosta bara hluta af fullri tvöföldu.  Og annað.  Þið sem akið Reykjanesbrautina, takið eftir hversu illa gengur að halda nema hægri akreininni hálkulausri.  Til að tvöföldun virki fullkomlega við vetraraðstæður þarf að vera nægileg umferð á báðum akreinum til að berja saman ís og salt (hálkueyði).  Þarna skammsýnn þingmaður í ofboðskasti, korteri fyrir kosningar, hafandi uppgötvað að hafa gleymt að vinna heimavinnuna sína heilt kjörtímabil. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 15.1.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

En hvernig væri að hætta bara við "drullumallið" og fólk fari á keyra á almennilegum vetrardekkjum ? Þá skiptir ekki máli hvað það eru margar akreinar

Rúnar Haukur Ingimarsson, 16.1.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband