Bjargaði vírinn?

Það skildi þó ekki vera að vírinn hafi bjargað þessum mönnum frá því að slasast?
mbl.is Grunaðir um að hafa verið undir áhrifum kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Hann bjargaði þeim amk ekki frá fíkniefnadjöflinum :)

Hvað ætli sé langt í að þessi vír klippi í sundur mótorhjólamann sem dettur þarna af hjólinu sínu?

GK, 15.1.2007 kl. 20:24

2 identicon

tek undir það,burt með þessi vírarið,vil frekar fljúga út í móa en að lenda á svona gálga.

aa (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Eftir því sem ég best veit þá er það ekki vírinn sem slíkur heldur staurarnir sem bera vírana sem eru hættulegir hjólamönnum. Það er því miður þannig að allir slíkir hlutir hvort sem að eru staurar sem halda vegriðum, vírum eða bara skiltum eru hjólamönnum hættulegir. Það eru ljósastaurarnir líka og bílarnir sem eru á götunum. Það er unnið að því hjá bifhjólasamtökum um alla Evrópu að finna lausn á þessu og að því máli koma meðal annarra framleiðendur vélhjóla. Auðvita væri best að þetta væri veggur án staura en slíkur veggur safnar snjó mjög hratt og það er ekki gott heldur. Vonandi finnst lausn á þessu sem allra fyrst.

Birgir Þór Bragason, 15.1.2007 kl. 21:03

4 identicon

En af hverju eru þenn að setja upp þessa steypuklumpa með vírum á milli? Ég er oft skíthræddur við að rekast á þetta þegar ég keyri þarna.

Má ekki setja vegrið eins og eru á flestum kröppum beygjum í brekkum á þjóðveginum (sem er nógu hátt til að það safni ekki snjó)?

EJ (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: GK

Já, mér fannst ég bara hafa heyrt viðtal við Óla Guðmunds eða einhvern slíkan sem vitnaði í evrópska mótorhjólamenn um að vírinn væri hættulegur. Kannski var ég að misskilja eitthvað en það er sama, ég myndi hvorki vilja lenda á staurnum eða vírnum.

Keyri þarna yfir daglega og hef bara nokkuð góða stjórn á bifreiðinni og sjálfum mér. Amk er ég ekki smeykur við þetta víravirki en veit um marga sem finnst þessi kafli óþægilegur í akstri...

GK, 15.1.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hættan er mest þar sem hraðinn er mestur. Það er á beinum vegum. Þar sofnar fólk undir stýri og fer svo yfir á öfugan vegarhelming. Þess vegna þarf að aðskilja umferð þar.

Birgir Þór Bragason, 15.1.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Best væri að vegrið væri heil veggur, til dæmis steyptur og án stólpa eða staura. Þannig eru vegrið ekki eins hættuleg vélhjólamönnum. Enginn vír, engir staurar.

Birgir Þór Bragason, 15.1.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hann er óþægilegur!!!!! Það er vegna þess að vegurinn er of mjór. Þessi vegarspotti var hannaður án vegriðs og vegriðinu bara klesst á hann að lokinni hönnun og byggingu. Þessi vegarspotti er einhver versta auglýsing fyrir 2+1 vegi, sem til er í heiminum.

Birgir Þór Bragason, 15.1.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband