Mistök
6.5.2010 | 14:03
Það eru mistök að hækka aldursmarkið. Það væri nær að lækka það og taka upp sólópróf með takmörkun á því svæði sem sólóprófið heimilar fólki að aka í. Einnig er það vænlegra til árangurs að setja reglur um afltakmarkanir hjá byrjendum sama á hvaða aldri þeir eru. Það er engin hemja að nýliði megi aka 500 hestafla bíl innan um alla aðra í umferðinni.
Með því að lækka aldursmörkin, takmarka afl og taka upp sólópróf verður foreldrum barna undir 18 ára heimilt að fylgjast með öllum akstri barna sinna með nútíma tækni. Slíkt eftirlit skiptir sköpum.
Það eru fleiri mistök í þessum drögum eins og til dæmis um vinstri beygjur sem lesa má um hér
Ökuleyfisaldur hækki í 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru einhver ákvæði um eldri atvinnubílstjóra eða eftirlit með hópferða bifreiðum, öryggis þáttum? Ef svo er ekki þarf að skoða það líka. Það er svolítið merkilegt í dag að þegar aldri til leigubíla aksturs líkur þá mega menn kaup sér rútu og aka með 50 manns eða meira, en þeir verða að hætta að transportera með einn. Þetta er ekki í lagi, þá skiptir mig engu máli hversu heilsuhraustir menn eru.
Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:16
Einhvern tímann ekki fyrir svo löngu heyrði ég einhvern sem að var í einhverju útvarpsviðtali tala um að hlutfall ungmenna sem valdar að umferðarslysum hafi farið lækkandi frá því um árið 2000, og því væri lítill tilgangur með því að hækka bílprófsaldurinn. Er eitthvað til í því hjá honum? Rök hans virtust góð og sagðist hann hafa skotheldar heimildir fyrir því....
ingi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:17
Hér er samantakt um FÆKKUN - hún nær þó aðeins yfir 1999 til og með 2004
Birgir Þór Bragason, 6.5.2010 kl. 14:30
hér er smá mynd úr þessari samantekt.
Birgir Þór Bragason, 6.5.2010 kl. 14:34
Takk fyrir þetta Birgir, þetta var áhugaverð samantekt.
ingi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:40
Athyglisverð þessi fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Ég hafði hreinlega ekki hugmynd um að það væri staðreyndin, en vitandi það þá er ég verulega hissa á því að allt í einu vilji menn hækka aldurinn upp í 18 ár. Ég skil ekki tilganginn. Til hvers að reyna að laga eitthvað sem er ekki bilað?
Jón Flón (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:40
Sammála þér Birgir með aldurinn, ég er búinn að ala upp 3 börn og öll eru búin að aka í nokkur ár. Þetta mun bara valda því að það verða árinu eldri ökumenn sem lenda í óhöppum, en bætir ekkert undirbúning þeirra.
Skylda æfingaakstur í a.m.k. 6 mánuði fyrir bílpróf.
Hvumpinn, 6.5.2010 kl. 15:05
Rök virka ekkert á vinstribannlýðinn.Allt skal banna og gera erfiðara og leiðinlegra l.Ekkert viss um að það að hafa aldurstakmarkið 18 ára geri nokkurn skapaðn hlut. En við hverju er að búast með einn þann allélegasta samgöngumálaráðherra sem hefur verið í þessu embætti(Og hafa þeir þó verið ansi lélegir flestir)
sigurbjörn (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 15:30
Fyrir nokkrum árum voru fjórir 17 piltar þeir fyrstu sem létust það árið,allir í röð.Fjögur fyrstu banaslys ársins.Ég var hissa á að engin legði fram frumvarp þá.Ég var unglingur og man eftir að hafa setið í bíl hjá öðrum svipuðum,sem hló þegar ég bað hann að hægja á sér,og lenti svo utan vegar . Frekar ætti að hækka bílprófsaldur upp í 20 ár,en lækka aldur til áfengiskaupa,niður í 18.Kári.
Kári Friðriksson, 6.5.2010 kl. 15:34
Hvaða ár var það Kári?
Birgir Þór Bragason, 6.5.2010 kl. 15:48
Það var 17ára unglingur í spyrnu við annan bíl fyrir aftan mig á litlum gömlum daihatsu sem endaði þannig að hann negldi aftan á mig þar sem ég var stop á ljósum og kastaði mér á næsta bíl....
Kannski skiptir ekki máli nema fyrir það að þessi 17ára unglingur er samkvæmt lögum skilgreindur sem barn og því ekki hægt að draga til ábyrgðar ef þess þarf. Það er þetta sem málið snýst um.
Ég er auðvitað ekki að segja að 17ára séu meira í spyrnu en 18 ára en..... 18ára eiga að hafa meiri hugmynd um að þeir eru nú ábyrgir einstaklingar í þjófélaginu með þeim réttindum, skyldum OG ábyrðum.
Því miður þá skiptir engu máli hvað á að láta foreldra hafa eftirlit með. Stór hluti af þeim hafa hvort eð er enga stjórn á krökkunum sínum og allar reglur eru brotnar, komist framhjá og við höfum ekki efni á að láta lögregluna hafa eftirlit með þassu. Ef það er þannig að það bitnar á hinum sem haga sér vel þá er það fúlt en það er of mikið í húfi. Þó þetta gangi upp einhverstaðar úti þar sem löggur bera byssur og lög njóta meiri virðingar þá er íslenska þjóðarsálin því miður bara of óþroskuð.
Gengur ekki að hafa börn í umferðinni með bílpróf! Ef þau þurfa þess svo nauðsynlega þá eru til hjól, vespur og strætó. Með því eru þau þá a.m.k. bara ábyrg fyrir sjálfum sér en ekki lífi annara.
Til þess að taka þessa ákvörðun þá þarf að hlusta á fólk sem veit og hefur reynslu hvernig hlutirnir í umferðinni ganga fyrir sig eins og t.d. lögreglumenn, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn. Efast ekki um að þeir hafi verið kallaðir til.
Svo á að færa áfengistakmarkið niður í 18ár líka.
Símon Karl (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:11
sigurbjörn: það eru náttúruleg brot á mannréttindum og leiðindi að þurfa bíða í heilt ár í viðbót að fá að keyra á götunum. Vondu vinstrimenn að banna allt sem er gaman.
Ættir nú að fylgjast meira með fréttum undanfarið og sjá hvað óheftað frelsi gerði þessari þjóð.
Símon Karl (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:22
Finnst þetta frábært
Næsta skrefið að lækka aldurstakmörkin fyrir kaup á áfengi í 18 ár. Finnst þetta algjört rugl
Skil ekki þetta rugl byrjar að borga skatta 16 en getur ekki ekið um göturnar eða notfært þér þjónustu borgarinnar s.s félagsþjónustu fyrr en 18 ára. Mátt taka bílpróf 17 ára en ekki eiga bíl, mátt gifta þig 18 en ekki kaupa kampavín í brúðkaupið.
Auðvitað á bara að vera einn aldur á þetta allt saman, eins og þetta er í dag þá er ekkert samræmi í þessu. Þetta er allavega byrjunin á skrefi í rétta átt. Hafa bara einn aldur á allt og þá 18 ára
Solla Bolla (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:38
Afhverju er verið að blanda áfengiskaupaaldri hér inn í umræðuna, kemur málinu ekkert við.
Staðreyndin er sú að eftir að ég komst að því hvernig málum er háttað varðandi ökupróf í Finnlandi þá held ég að við ættum frekar að horfa þangað en annað þegar við veljum okkur fyrirmynd í þessum efnum. Þar er prófaldurinn svipaður eða lægri en hér, en það sem mestu máli skiptir er að þar eru gerðar kröfur um að einstaklingur sem tekur próf þarf að hafa verið með æfingaleyfi í 2 ár og sýnt fram á að geta náð tökum á bíl sem byrjar að skrika á hálkubraut. Ég veit að umræða um hálkubraut hefur ekki ennþá skilað henni hér á landi en það er engin ástæða til að gefast upp.
Ég tel að þessar breytingar á ökuréttindum séu að mörgu leiti illa ígrundaðar, t.d. hvernig á að færa aldurinn upp í einhverjum þrepum, og reglan um farþegaleysi, (minnir að ég hafi nefnt það í athugasemd á þessu bloggi áður). Hvernig á þetta til dæmis að fara fram, gefum okkur tvo einstaklinga annar fæddur nokkrum dögum áður en reglurnar taka gildi, hinn nokkrum dögum eftir að þau taka gildi. Sá sem er fæddur fyrr hefur réttindi til að aka með bíl fullan af farþegum allan sólarhringinn ef hann langar þegar hann hefur tekið sitt ökupróf, hinn ekki. Hvernig á að framfylgja þessari reglu?
Á að svipta þann eldri þeim réttindum sem hann hafði þegar hann tók prófið að geta ekið með bíl fullan af farþegum allan sólarhringinn alla daga ársins?
Á að krefjast þess af lögreglu að hún stöðvi öll ungmenni á ferli með farþega á banntímum og kanni hvort viðkomandi tók prófið fyrir gildistöku laganna?
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:39
@Solla Bolla villtu þá ekki bara halda til haka að fólk er sakhæft 15 ára og má þar af leiðandi hljóta fangelsisdóma frá þeim aldri, afhverju ekki að halda sig við málefnið?
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:42
Því má kannski bæta við hér að ég hef heyrt frá mönnum sem hafa lært að fljúga að fyrir hvert ár eftir 16 ára getiru bætt við í það minnsta einum flugtíma í viðbót til að ná færni. Það skal enginn segja mér að það gildi ekki líka um stjórnun á öðrum vélknúnum ökutækjum.
Spyrnudæmin eru ekki rökstuðningur fyrir þessari niðurstöðu að mínu mati, rétta lausnin á því vandamáli er að takmarka heimilt afl ökutækis sem ökumaður má stjórna fyrstu árin eftir að hafa tekið prófið alveg eins og gert er með bifhjól.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:48
Jú ég hef vissulega velt fyrir mér sakhæfisaldri og finnst 15 ára vera of ungt. Aftur á móti þá ef sakhæfisaldur yrði t.d hækkaður í 18 ár myndu fíkniefnainnflytjendur að sjálfsögðu nýta sér burðadýr undir 18 ára aldri osfrv. Finnst þetta kannski ekki alveg passa inn í það sem ég var að rita hér áðan.
Ástæða þess að ég kom inn á þetta er sú að mér finnst þetta skref í rétta átt að meira samræmi í aldurstakmörkunum
Varðandi hvernig á að framfylgja lögunum. Þá í fyrsta lagi er afturvirkni laga bönnuð (a.m.k. íþyngjandi laga) í öðru lagi þá tekur löggjafinn oft fram um hvernig lagaskilum skal háttað Ef þú lest þér aðeins til í lögfræði þá sérðu að það ætti ekki að vera vandamál að framfylgja reglunum, enda ekki í fyrsta sinn sem löggjafinn setur þegnum reglur sem koma til með að hafa áhrif á þegna landsins eða tiltekin hóp þegna.
Solla Bolla (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:56
Í henni svíþóðinni var aldurinn færður upp frá 16 til 17 og svo aftur frá 17 til 18. Nú eru raddir farnar að heyrast um að færa aldurinn þar upp í 19, jafnvel 20. Merkilegt nokk er það sama í gangi þar og hér. EINS ÁRS KRAKKAR GETA EKKI KEYRT, en hér er vísað í aldur ökuskirteinis og breitir eingu um það hvort viðkomandi sé 18, 25 eða 80. Við getum náttúrulega bara sparað tíma og fært alduinn upp í 100 en aðeins einn af hverjum hundrað nær þeim aldri og þá fækkar slysum um 99%, ekki satt. Síðast þegar ég atugaði þá fór ég í spyrnu 17, líka þegar ég var 18 og merkilegt nokk, 19 og 20. Og er ekki einn um það heldur stunda um 80% allra stráka það og hvað er þá við því að gera. Og er það ekki bundið við annað kynið heldur hafa flestar þær stelpur sem ég þekki keft við einhvern þannig að "einglarnir" eru nú ekkert betri.
Skinsamara væri að takmarka þann kraft sem í velinni sem þessir krakkar meiga aka á og færa það niður í 16 árin
Brynjar (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:35
Brynjar: Munurinn er sá að 18 ára einstaklingur er ábyrur gerða sinn skv lögum og það er verið að samræma þetta. Snýst ekkert um einstaklinga eða hvort stelpur eða 18ára keyra betur eða verr.
Símon Karl (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:53
Símon, 17 ára einstaklingur er alveg jafn ábyrgur gerða sinna skv. lögum og sá sem er 18 ára, enda fá þeir alveg jafn háar hraðasektir (dóma) og aðrir. Að sama leiti hefur það hingað til ekki verið neitt vandamál fyrir tryggingarfélögin að möndla hlutina sama hvort um er að ræða 17 ára einstaklinga og 18 ára.
Þið eruð að rugla sjálfræðinu í hluti sem kemur því í sjálfu sér lítið við.
Það eru líkar nýjar fréttir að þessi hækkun snúist um eitthvað annað en fækkun slysa. Þvert á móti hafa þessar hugmyndir þegar þær hafa komið upp í gegnum árin alltaf snúist um eitthvað forvarnargildi sem margsýnt sig hefur að er stórlega ofmetið.
Egill Óskarsson, 6.5.2010 kl. 19:08
Ég setti inn þessar pælingar hjá Ómari í svipaðir mynd:
Slysatölfræðin sýnir að aldurshópurinn 17-25 ára er ríflega tvöfalt líklegri en þeir sem eldri eru til að valda bílslysum. Ég held að að sé alls ekki bara útaf reynsluleysi, þó reynsluleysið spili auðvitað inn, en líka og ekki síður út af þroskaleysi.
Tvítugir strákar eru oft búnir að keyra alveg helling, jafnvel eiga sjálfir bíl í þrjú ár, en þeir eru samt hættulegir, hættulegri en 25 ára ökumenn.
Við 25 ára aldur erum við (að meðaltali) búnir að þroskast og vitkast nóg til að slysatíðni er orðin allt önnur, ekki háð því hvort við höfum haft bílpróf í 7 eða 8 ár, heldur af því við höfum þroskast.
Með því að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár tökum við lang-hættulegasta árganginn úr umferð en vissulega er það rétt að þar með verður 18-19 ára árgangurinn reynsluminni en ella, þ.e. það er orðinn byrjunarárgangurinn. En engu að síður erum við búin að taka óþroskaðasta árganginn út úr 17-25 ára hópnum og auðvitað fækkað í þeim hóp um 12.5%. Ég held að það muni skila sér, líklega í a.m.k. 12% færri slysum af völdum þess hóps. Og það munar um minna.
Við færum ekki bara "upp" reynsluleysið, mín ályktun er að 25 ára ökumenn verði jafn öruggir og áður þó þeir munu bara hafa keyrt í 7 ár en ekki 8 ár.
Einar Karl, 6.5.2010 kl. 20:57
Vá hvað þarf lítið til til þess að umræðan fari á villigötur.
Frændi minn, fjögurra ára, á bíl. Sá bíll hæfir honum og hann hefur aldrei (í 4 ár) verið valdur að umferðaróhappi. Þó hefur han ekið í nánasta umhverfi sín óáreittur í núna 4 ár. Hann er sem sagt 8 ára í dag. Þarna hæfir eins og sagt er „skel kjafti“ - Bílinn hæfir honum!
Tíu ára geta líka ekið bíl sem þeim hæfir!
Líka 12 ára.
Og 14 ára!
HVER ákveður að 17 ára geta það ekki?
Birgir Þór Bragason, 6.5.2010 kl. 21:01
Ég held að afltakmarkanir hafi ekki mikið að segja, "venjulegir" fólksbílar eru miklu öflugri en áður og ekkert mál að komast á 140 km hraða á bara standard Golf eða Mözdu 323.
Einar Karl, 6.5.2010 kl. 21:31
Egill, ef 17ára keyrir fullur og drepur manneskju í leiðinni er þá hægt að dæma hann sem fullorðinn fyrir manndráp af kæruleysi?
Símon Karl (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 01:36
Ég man ekki árið,þetta gætu verið kringum tíu ár.(Sem fjórir þeir fyrstu sem létust voru 17) Þetta festist bara svakalega í mér. Kári.
Hins vegar eru eldri borgarar sumir að aka ansi lengi,eftir að sjón og heyrn hefur hrakað,það er önnur umræða...
Kári (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 11:45
Já Símon Karl. Líka ef hann gerir það þegar hann er 16 ára og þegar hann er 15 ára. Sakhæfisaldur á Íslandi miðast við 15 ár.
Egill Óskarsson, 7.5.2010 kl. 17:46
Ég vil árétta það sem ég hef sagt hér að ofan í mjög stuttu máli þjálfun, þjálfun, þjálfun. Þetta snýst allt um að ökumenn fái nægilega þjálfun, Finnar eru einhver mesta akstursíþróttaþjóð í heiminum og það eru að öllum líkindum aðeins ein haldbær skýring á því og hún er þjálfun, til að fá ökuréttindi í Finnlandi, og þá er ég að meina bráðabirgðaréttindi eins og þau eru hér heima með endurskoðun eftir 2 ár, þá þarftu 2 ára þjálfun og að sýna fram á hæfni til að taka á óvæntum og hættulegum aðstæðum.
Það er ekkert slys að finnskir akstursíþróttamenn teljast með þeim bestu í heimi, þetta er árangur mikillar og þrotlausrar þjálfunar. Þetta er eitthvað sem íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við síðustu 30 árin svo ég viti sennilega lengur.
Og við þetta má bæta að æviréttindi til aksturs eru með vitlausari hugmyndum sem ég veit um og í engan vegin líkleg til að bæta umferðaröryggi eða menningu.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 18:20
@Solla Bolla: Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að lög virka ekki afturvirkt og það eru til reglur um hvernig skal framfylgja lögum. Hins vegar er ef þú last dæmin sem ég gaf upp klárlega komið upp vandamál, á lögreglan að þurfa að stöðva alla unga ökumenn sem eru á ferli með fleiri farþega í bílnum en einn eftir kl 23 fram til 07 um helgar? Ef svo er þá þarf heldur betur að dæla fjármagni í löggæslu því það er eina leiðin til þess að framfylgja þessu og lög sem ekki er hægt að framfylgja hafa þann leiða kvilla að þau kenna fólki að bera ekki virðingu fyrir lögum.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.