Nei takk
10.12.2010 | 11:36
Það er marg búið að skoða þetta. Bæði á Íslandi og líka á Norðurlöndunum sem heild. Niðurstaðan er ótvíræð. Þessu hefur verið hafnað því þetta mun leiða til slysa. Það er ágæt lausn á þessu á Íslandi. Látum hana duga.
ps. er þessir þingmenn ekki búnir að kynna sér fyrri rök? Ef svo er hvað hafa þeir fyrir sér um að þau gildi ekki lengur?
Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú talar um að þetta yrði hafnað því þetta mun leiða til slysa.
Það er tekið fram að það yrði stöðvunarskylda og að það yrði einungis leyft á götum þar sem óhætt er að framkvæma hægri beygju á ljósastýrðum gatnamótum.
Ég sé ekki neina ástæðu afhverju þetta ætti að valda slysum miðað við þær reglur sem gilda um hægri beygju.
Þetta yrði jafn hættulegt og að taka hægri beygju á venjulegum gatnamótum ekki eru ljósastýrð, því er engin AUKIN áhætta við að framkvæma þessa breytingu.
Ég sé engin góð rök að þetta valdi slysum nema lög séu brotin. Getið þið þá komið með rök afhverju það er leyfilegt að taka hægri beygju á gatnamótum sem eru ekki ljósastýrð?
Það er alltaf áhætta á slysum ef lög eru brotin. Punktur! Þetta er ekkert hættulegra heldur en annað sem er til í umferðinni. PUNKTUR!
Jón T. (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:04
Jón T. það eru til svolítið sem heita gangandi og hjólandi vegfarendur. Þeir eru oft á gangstéttunum og þurfa að komast yfir þegar það er grænn kall.
Það eru þeir sem lenda í slysum því eins og þú opinberar algjörlega þá eru bílstjórar sjaldnast að hafa þá í huga. Þessar hægri, afreinar eru nú þegar stórhættulegar slysagildrur og þetta verður enn verra. (Ástæðan er að bílstjóri horfir í hina áttina, til að gá hvort umferð komi frá vinstri en gangbrautin er til hægri við hann.)
Ferningur, 10.12.2010 kl. 12:24
Þessi lög voru sett í USA, m.a. til að spara orku á 8. áratugnum. Útfrá samgöngusjónarmiði og hugsanlega mengunarsjónarmiði er þetta gott. Fyrir hjólreiðafólk, gangandi vegfarendur, ég tala nú ekki um eldri gangandi vegfarendur, er þetta hörmung.
Right-turn-on-red laws and motor vehicle crashes: A review of the literature Original Research ArticleAccident Analysis & Prevention, Volume 16, Issue 4, August 1984, Pages 241-245
Paul L. Zador AbstractAlternative analyses of data previously published by Zador et al. confirm that adoption of right-turn-on-red laws increased by about 18% the frequency of all right-turning crashes at all signalized intersections in the jurisdictions that adopted such laws. From a review of the available literature it is estimated that at the approximately 80% of all signalized intersections where motorists are allowed to turn right on red all right-turning crashes increase by about 23%, pedestrian crashes by about 60%, and bicyclist crashes by about 100%.
Árni (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:27
@Ferningur Það er sennilega mikið til í því, en þessi regla verður sennilega bönnuð á flestum, ef ekki öllum gatnamótum þar sem vegfarendur eiga til með að ganga yfir.
Ég sé fram á að þetta yrði leyft á gatnamótum þar sem ekki eru vegfarendur. (Það mætti bæta því í frumvarpið).
Jón T (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:23
Meðal vandamálanna er að fólk fer að taka fram úr til að "ná að vera fremst" og komast þannig yfir.
Liggur fólki lífið á?
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:06
Árni, takk fyrir að finna yfirlitsgrein um slysahættu sem er 26 ára gömul. Gætir þú fundið líka nýrri skýrslur? T.d. þær sem Quebec studdist við þegar ákveðið var að leyfa RTOR (right turn on red) þar 2003?
hér er ein frá 1995 http://www.nhtsa.gov/people/outreach/traftech/1995/TT086.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Right_turn_on_red þar segir að Þýskaland hafi erft frá A-Þýskalandi gatnamót með skiltum sem leyfa ROTR. Og þeim hafi fjölgað upp í 5000 og nærri helmingur séu í V-Þýskalandi. Þannig að útfærsla á ROTR er til í ESB.
Einnig virðist hjólreiðamönnum leyfast þetta í Hollandi (og líklega þá með aukinni slysahættu ??)
Þjóðverjar fylgjar umferðarreglum öfugt við okkur íslendinga og kannski er okkur ekki treystandi í umferðinni.
Björn Einarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:27
Búinn að vera í usa í nokkra mánuði núna og sem gangandi vegfarandi get ég staðfest að þessi regla er algjört rugl. Ökumenn geta ekki fylgst með umferð frá vinstri og gangandi vegfarendum til hægri þó gangandi séu að fara yfir á gönguljósi! Maður er farinn að bíða eftir algjörri fullvissu um að ökumaður horfi í augun á manni áður en maður leggur af stað.
Dóri (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:35
Sæll Björn og aðrir.Hérna er nýrra álit, á íslensku. Ágætis umfjöllun. Meira að segja vitnað í þessa 26 ára gömlu sem ég vitnaði í :-) Gamalt er ekki endilega lélegt.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1119714
Ég hef mestan áhuga á umferðaröryggi. Þróunin þar er sú að reynt er að útbúa ökutæki og umferðarmannvirki sem fyrirgefa manninum þegar hann gerir mistök, en leiða ekki til dauða eða örkumla. Veghaldari á ekki að setja upp aðstæður í neinu formi með svona conflict aðstæðum þar sem tveir telja sig eiga réttinn. Við gerum of mörg mistök í umferðinni nú þegar, það staðfestist í þeim 20.000 umferðarslysum og óhöppum sem verða ár hvert á Íslandi. Þau eru vitnisburður um að okkur gangi ekkert alltof vel að aka án þess að keyra hvort á annað. Við erum löngu fallin á prófinu. Reynum bara gera þetta þannig við drepum ekki hvort annað þegar mistök eru gerð.
Góða helgi.
Árni.
Árni (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 15:38
Ég vil frekar sjá fleiri afreinar sem veita beygjustraumnum til hliðar við umferðarljós. Sú aðferð er bæði örugg og góð fyrir umferðarflæði, en einu rökin gegn því sem ég veit um eru að slík gatnamót séu plássfrek. Þau eru það reyndar ekki nema kannski í augum þeirra skipulagsfræðinga sem eru hvað mest ferkantaðir í hugsun, og það vill svo til að á Íslandi eigum við líka alveg nóg af landrými.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2010 kl. 17:53
Vildi bara bæta því við í umræðuna að sú hugsun að þetta sé hættulegt fyrir gangandi vegfarendur á ekki rétt á sér.
Þegar bílstjórinn vill beygja til hægri á rauðu ljósi þá þýðir það yfirleitt að það er grænt ljós fyrir umferðina frá vinstri til hægri eða öfugt. Sem þýðir að að það er rauður kall fyrir vegfarandann og þar með er engin hætta á að bílstjórinn sem beygir til hægri á rauðu ljósi keyri niður einhvern gangandi vegfaranda.
Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 23:08
Gleymdi reyndar að hugsa út þá gangandi vegfarendur sem eru að fara yfir götuna á grænu og fara fyrir framan bíl sem ætlar að beygja til hægri á rauðu ljósi. Ef bílstjórinn stoppar og lítur í kringum eins og hann á að gera þá ætti það ekki að vera vandamál...
Fólk er misjafnt býst ég við.
Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 23:18
Einn stærsti vöruflytjandinn í Bandaríkjunum, UPS, ákváðu um mitt ár 2007 að breyta öllum ökuplönum sínum þannig að sem flestar hægri beygjur yrðu nýttar þegar sendast átti með vörur. Þeir spöruðu rúmlega 28 milljón mílur á því og samsvarandi hárri upphæð vegna bensín kostnaðar. (http://abcnews.go.com/WNT/story?id=3005890&page=1)
Það hafa verið gerðar kannanir um hvort hægri beygjur á rauðu ljósi séu slysahætta og niðurstaðan er "Nei" sbr. http://www.thenewspaper.com/news/26/2693.asp
Það að þetta sé ekki til staðar á Íslandi er útí hött og það að Íslendingar treysti ekki öðrum Íslendingum til að nýta sér þessa reglu til góðs og fara eftir henni eins og öðrum umferðarlögum er útí hróa hött.
Magnús Ingi (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 21:11
Magnús Ingi, hvað hefur þetta með hægribeygju á rauðu ljósi að gera?
Birgir Þór Bragason, 11.12.2010 kl. 21:22
Mælingar í Bandaríkjunum hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið reynt. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm
Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.
Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.
Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:13
Björn Einarsson. Þessi úttekt, sem þú vísar til er mjög svo illa unnin og komið með ályktanir út frá mjög svo takmörkuðum gögnum. Það kemur ekki einu sinni fram í þeim slysagögnum, sem notuð eru til að draga þessa álytkun hver var að fara yfir á rauðu ljósi og hver á grænu. Þar með er mjög ólíklegt að í þeim gögnum sé að finna hvað ökumenn ætluðu að fara að gera.
Staðreyndin er nefnilega sú að hægri beygja á rauðu ljósi eykur ekki slysahættuná á þeirri gangbraut, sem ökumenn fara yfir eftir að hafa tekið hægri bygjuna enda er rautt gangbrautaljós á þeirri gagnbraut ef hægri beygjan hefur verið tekin á rauðu ljósi. Aukin slysahætta er á þeirri gagnbraut, sem ökumenn fara yfir áður en þeir taka hægri beygjuna enda er þá grænt gangbrautarljós á þeirri gangbraut í flestum tilfellum.
Höfundar þessarar skýrslu eru því að horfa á ranga gangbraut þegar þeir eru að meta slysahættuna af því að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Það verður að teljast mjög ólíklegt að slysagögn, sem ekki einu sinni innihalda upplýsingar um stöðu umferðaljósa þegar slys verða á ljósastýrðum gatnamótum séu með upplýsingar um það hvað ökumaður, sem ekur niður gangandi vegfaranda á gangbraut hafi ætlað að gera eftir að hann væri kominn yfir þá gangbraut og þar með vantar upplýsingar, sem segja til um þau tilfelli, sem hann ætlaði að taka hægri beygju eftir að hann væri búinn að fara yfir þá gangbraut.
Það er því lítið að marka þessa úttekt enda er hún í hróplegu ósammræmi við aðrar og mun vandaðri úttektir.
Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 14:09
@Birgir Þetta hefur allt með hægri beygjur á rauðu ljósi að gera. Helsti tilgangur þessarar reglu væri til að stytta ferðir fólks og þ.a.l. minka bensínkostnað einstaklinga sem og fyrirtækja ásamt því að draga úr útblæstri CO2.
Allar þær kannanir sem ég hef grafið upp hvað hægri beygjur á rauðu ljósi varðar sýna fram á að slys séu örfá og í svo litlu mæli að ekki sé hægt að nota gögn úr þeim gegn þessari reglu.
Sbr. http://www.nhtsa.gov/people/outreach/traftech/1995/tt086.htm
Sbr. http://www.chicagoaccidentinjurylawyer.com/2009/02/study_shows_that_right_turn_on.html
Sbr. http://www.sfmta.com/cms/rhomepd/documents/DPT_right_turn_on_red.pdf
Nokkrar þeirra bentu meira að segja á að hægri beygjur á rauðu ljósi væru slysaminni en hægri beygjur á grænu ljósi. Því tel ég að þetta sé óþarfa hræðsluáróður hjá hjólreiðamönnum því þegar á botninn er hvolft eru það bílstjórarnir og gangandi vegfarendur sem valda slysum, ekki lögin.
Magnús Ingi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:52
Magnús Ingi. Hvað varðar fyrstu úttektina, sem þú vísar þarna á þá var Björn Einarsson búin að vísa í hana og ég fór yfir það í síðustu athugasemd minni af hverju sú fullyrðing í henni að þau gögn, sem þar eru notuð geti sýnt fram á að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi stenst ekki.
Hvað varðar hinar tvær úttektirnar, sem þú nefnir þá fengju þeir, sem þær hafa gert falleinkun í tölfræðiprófi rétt eins og í fyrstu úttektinni. Þar er það fullyrt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi auki ekki slysahættu og byggja rök sín á því að slys, sem verða við hægri beygju á rauðu ljósi séu svo lítið hlutfall slysa. Til að útskýra hvesu mikil rökleysa þetta er tek ég hér eitt tilbúið dæmi.
Sett er heimild til hægri beygju á rauðu ljósi. Þau slys, sem verða á þeim gatnamótum, sem lögin ná til eru 1% allra umferðaslysa fyri breytingu. Við breytinguna þá tvöfaldast slys á þessum gatnamótum og eru þar með orðin 2% allra slysa í landinu. Þegar þeir, sem ábyrgð bera á umferðaöryggi vilja fyrir vikið afnema þessa heimild vegna þess hversu mikið þessi heimild fjölgar slysum þá benda stuðningsmenn þessarar reglu á að slys geti ekki hafa aukist mikið við þetta þar, sem aðeins 2% slysa séu á þeim gatnamótum, sem lögin nái til. Aðrir benda á að slysum hafi aðeins fjölgað um 1% og það sé innan skekkjumarka. Allir, sem hafa eitthvað vit á tölfræði vita hvers konar rökleysa þetta er.
Það, sem þarf að skoða til að fá vitneskju um það hvort heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hefur fjölgað slysum er að skoða hvort slysum hafi fjölgað á þeim gatnamótum, sem lögin ná til. Það er skoða slysatölur á þeim gatnamótum fyrir og eftir lagabreytinguna. Í umsögn Umferðastofu var á sínum tíma vitnað í tölur frá sex ríkjum Bandaríkjanna og niðurstaðan var sú að að meðaltali hafði slysum á gangandi vegvarendum fjölgað um 54% og um 92% á hjólreiðamönnum. Það er ekki smávægileg aukning heldur er hér um að ræða þannig tölur að óhætt er að segja að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi sé tilræði við líf og limi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Til viðbótar við þessa aukni slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda gerir heimild til hægri beygju á rauðu ljósi það að verkum að mun erfiðara er fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að fara um þessi gatnamót. Það stafar af því að þeir ökumenn, sem bíða færis til að taka hægri beygju á rauðu ljósi eru oftast á gangbrautinni á götunni, sem þeir eru að fara af á meðan þeir eru að bíða færis til að taka beygjuna. Þar með eru þeir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum á gangbraut með grænu ljósi. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir hjólreiðamenn því þeir loka þá oftast fláanum, sem hjólreiðamenn nota til að þurfa ekki að fara upp eða niður gangstéttakantinn. Einnig getur þetta alveg lokað leiðinni fyrir þá ef annar bíll er fyrir aftan þann, sem er á gangbrautinni. Þetta gerir líka blindum gangandi vegfarendum erfitt fyrir því þeir þurfa að nota merkinar á fláanum til að vita í hvaða átt þeir eiga að ganga yfir götuna og eru háðir því að bein lína frá honum yfir götuna sé auð. Ef þeir þurfa að krækja fyrir bíl á þeirri leið eru þeir búnir að tapa áttinni. Þetta er ein aðal ástæða þess að Örykjabandalag Íslands er mjög á móti þesari heimild.
Þegar við bætist að hagræði ökumanna af þessu er sáralítið og bundið við götur án hægribeygjureina utan annatíma þá verður þessi heimild enn fáránlegri fyrir vikið. Það er alveg á hreinu að hagræði ökumanna er mun minna en óhagræði gangandi og hjólandi vegfarenda. Þetta óhagræði og aukin slysahætta hjóleiðamanna leiðir líka til þess að færri nota þann samgöngumáta og fara þar með í mörgum tilfellum á bíl leið, sem þeir annars myndu hjóla og því eykur þetta væntanlega útblástur CO2 en minnkar hann ekki.
Til viðbótar við það leiðir þetta til þess að svokallað "öryggi fjöldans" fyrir hjólreiðamenn minnkar og fjölgar það líka slysum á þeim. Þetta er það samband milli hlutfalls hjólreiðamanna í heildarumferð og öryggis þeirra, sem hefur komið fram í fjölda rannsókna. Það er talið að tvöföldun hjólreiðamanna lækki slysatíðni þeirra um um það bil 50%. Þetta stafar af því að þegar hjólreiðamönnum fjölgar þá verða ökumen meðvitaðri um þá í umferðinni auk þess, sem hærra hlutfall ökumanna eru þá líka hjóleiðamenn og þar með meðvitaðri um stöðu þeirra í umferðinni.
Að lokum vil ég hér koma með tvær íslenskar umsagnir sérfræðinga um þessa hugmund.
Hér kemur grein eftir tvo umferðaverkfræðinga um þetta lagafrumvarp.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1119714
Hér eru ummæli Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra Umferðastofu.
http://visir.is/hugnast-ekki-haegribeygjufrumvarp/article/2010279930406
Ég vil skora á flutningsmenn þessarar glórulausu tillögu að draga hana til baka.
Sigurður M Grétarsson, 14.12.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.