Hver er ábyrgur?

Ef alvarlegt slys verður í vetur af völdum þessa, hver verður gerður ábyrgur? Ef mannslíf glatast við þessi gatnamót hver verður ábyrgur? Og hvernig ætla menn að bæta þann skaða sem slíkt slys veldur?
mbl.is Rugla ökumenn í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að verkfræðingar Vegagerðarinnar skuli leyfa sér að vera með gestaþrautir á vegunum er algerlega óásættanlegt. Þetta gerist ítrekað þegar ný gatnamót eru hönnuð og tekin í notkun og það sem verra er það er látið reyna á öryggið, virkar þetta eða ekki. Þeir virðast algerlega fara sínar eigin leiðir og hlusta ekki, hvorki á atvinnubílstjóra lögreglu né bændur og áhugamenn um aukið öryggi og bættar samgöngur. Eitt af nýustu afrekum stofnunarinnar er vegurinn um Þröskulda sem var lagður að hluta á kolraungum stað þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar heimamanna. Nei Birgir, þeir eru ekki ábyrgir og vita það, það eru ökumenn á íslandi sem verða að búa sig undir óvæntar uppákomur og leysa gestaþrautir í öllum veðrum.

Þór Magnússon (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Landfari

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnast þessi gatnamót þarna stór skrítin svo ekki sé meira sagt. Sé alveg fyrir mér að þarna gætu orðið slys.

Landfari, 4.11.2011 kl. 09:45

3 identicon

Fólk á bara að venja sig á að líta ALTAF í kringum sig þannig er hægt að forðast mörg slys! þó mér finnist þetta frekar slappt af vegagerðinni samt sem áður.

Valdi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:50

4 identicon

Það verður byrjað á að klína því á ökumanninn og mjög sennilega tekið fram að merkingar sem vegagerðin setti upp hafi verið hunsaðar, eða verktakanum það er bara þannig að þessi aumingja stofnun er úr sér gengin og fyrir löngu orðið tímabært að henda þessu gamla rusli út, og fara nútímavæða Vegagerðina, koma í veg fyrir spillingu, klíkuskap og vinagreiða. Verksvið Vegagerðarinnar er orðið sundurtætt, víð og dreif inn um smákónga í innanríkisráðaneytinu sem kunna að benda á næsta mann og svo framvegis! Það þarf eftirlitsmenn með þekkingu og verkvit yfir framkvæmdum sem unnið er fyrir vegagerðina.

Bæta ímynd og vinna í að byggja upp traust, vera með hæft starfsfólk í samskiptum, upplýsingaflæði og fylgjast ávalt með tækniþróun í öryggimálum, vegagerð og samgöngum í öflugu samstarfi við lögregluna. Það verður að koma Vegagerðinni í heilsteypta og skýra mynd. Það er ekki hægt að hafa þessa smákónga sem ráfa um í villu svima með peningana og láta svo almenning og öryggismál borga sparnaðinn fyrir sig. Og fara auka slysahættur fyrir almenning.

Svanur Þór (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:56

5 identicon

Mikið væri nú auðveldara að átta sig á þessu ef við værum ennþá með gulan lit að línum sem aðskilja akstursstefnu. Hvers vegna í ósköpunum var þessu breitt?

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 10:44

6 Smámynd: Landfari

Svanur, hvaða forsendur hefurðu til að úthúða Vegagerðinni svona?

Þekkirðu eitthvað til þarna, geturðu nefnt dæmi máli þínu til stuðnings?

Landfari, 4.11.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband