Skrítinn dómur

Þetta er þetta skrítinn dómur. Fyrir það fyrsta hefur ekki verið sannað að hann hafi neytt lyfja. Í öðru lagi þá gildir þessi dómur frá ca 1. ágúst 2010 til ca 1. ágúst í ár. Hann getur ef, semsagt, hafið keppni aftur stuttu eftir Tour de France í ár.

Hvaða ályktun er hægt að draga af þessu? Er þetta einhverskonar kattarþvottur? Afturvirkur dómur þar sem hann hefur verið að keppa meðal annars í Tour de France.

Þetta er stórfurðulegt og ekki til þess fallið að auka álit manna á þeim sem fara með stjórnvölinn í hjólreiðum.


mbl.is Contador í tveggja ára bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar tvennt í þessu.

Málið hefur dregist mjög lengi í kerfinu þar sem allir málsaðilar hafa fullnýtt svigrúm á hverju stigi þess. Sérð t.d. meira um það hérna: http://inrng.com/2012/01/contador-cas-timeline/. Meðal annars vegna þess þá var vitað að Contador gæti tapað Tour de France titlinum frá 2010 og Giro d'Italia titlinum frá 2011 áður en úrskurðurinn féll. Meira að segja var vitað af því að Contador gæti misst hugsanlegan Giro titil á meðan hann keppti í fyrra.

Annað er að reglur um lyfjamisnotkun í íþróttum krefjast þess ekki sönnunar á lyfjanotkun heldur er nóg að óleyfileg efni mælist í blóði eða þvagi og þá er sönnunarbyrðin íþróttamannsins. Þetta er ástæða þess að t.d. ólympíufarar þurfa að gæta sérstaklega að mataræði sínu og uppruna fæðunnar. Sem dæmi skilst mér að í Peking hafi íþróttamönnum verið ráðið gegn því að borða utan ólympíuþorpsins þar sem þar var hætta á clenbuterolmenguðu kjöti. Efnið er aftur á móti bannað í matvælum í Evrópu og því þykir hæpið að Contador hafi komist í það með þeirri leið.

Hins vegar er mjög rétt að þetta mál á ekki eftir að auka álit manna á hjólreiðakeppnum.

Agnar (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 13:01

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það vaknar nú sú spurning hvar á að draga mörkin. Í blóði Contador fannst 0,00000000005 g/ml. af efninu. Þetta eru tíu (10) núll fyrir aftan kommuna, fimman er ellefti stafurinn.

Getur íþróttamaður sannað með hvaða hætti efni sem þetta, í þessu „magni“ komst í blóðið? Held varla. Og þá: Því er til þess ætlast að íþróttamaðurinn komi með sönnun. Mig minnir að það hafi tekið einhverja mánuði að finna þetta efni í sýnum hans, í þýskri rannsóknarstofu.

Þetta er komið út í öfgar, held ég.

Birgir Þór Bragason, 6.2.2012 kl. 13:15

3 identicon

Það er alveg rétt með að magnið er afar lítið. Einhvers staðar las ég líka að hefði sýnið verið sent annað þá hefði það ekki mælst þar sem mælitækin eru misnæm.

Aftur á móti verður að viðurkennast að hjólreiðamenn hafa lengi verið skúrkar hvað varðar lyfjanotkun og sömuleiðis hafa frjálsíþróttamenn verið í auknum mæli að falla á prófum. Þetta hefur þau áhrif að íþróttamenn verða einfaldlega að vera passasamir.

Contador hélt því fram að hann hefði neytt mengaðs kjöts. Það kemur fram í dómnum yfir honum að þetta hafi verið kannað ítarlega og engin mengun fundist.

Því miður er það svo að þeir slæmu hafa áhrif á hina sem eru bara að stunda sína íþrótt. Hvort sem Contador hjálpaði sér með lyfjum eða ekki, þá stundar hann íþrótt með svarta sögu þegar kemur að þessu. Hann á líka að þekkja reglurnar sem segja mjög greinilega að ábyrgðin sé á íþróttamanninum.

Agnar (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ef hann er saklaus, sekt hefur ekki verið sönnuð, þá er einhver annar en hann að sverta íþróttina.

Birgir Þór Bragason, 6.2.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband