Hvað er sá rafgeymir stór?
26.9.2012 | 11:05
Ef maður vill þá má skilja þessa frétt þannig, að hægt væri að fullhlaða rafgeymi í rafknúnum bíl á einni mínútu.
Ef við gefum okkur að til þess þurfi 30 KWH - það er að segja 30.000 vött í 60 mínútur - þá væri það 1.800.000 wött í eina mínútu. Það er mikið afl, 1,8 MW.
Venjulegt einbýlishús er tengt við raforkunetið með ca 11 KW tengingu (220V * 50A). Það þyrfti því tengingu ca 170 húsa til þess að ná þessu 1,8 MW. Er þetta ekki bara rugl?
ps. Leiðréttið endilega ef ég er að reikna rangt.
![]() |
Þróa rafgeymi er hleður sig á innan við mínútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki snillingur í raffræði, en þetta vakti upp spurningu hjá mér:
Eru 30.000 vött í 60 mínútur ekki 500 vött á mínútu?
Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 12:00
Sæll Sumarliði - Það þarf að margfalda ekki deila :)
Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 12:10
Ég hef bara almenna þekkingu á þessu, en ertu þá að meina að í byrjun eru þetta 30.000 vött á mínútu í sextíu mínútur sem þarf að færa yfir í eina mínútu sem gera þá 1.800.000 vött?
Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 14:12
jamm 30KW hverja sekúndu í 60 mínútur. Ef sama afl á að afhendast á 60 sek þá þarf 1,8 MW á sek í 60 sek.
Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 15:13
Ok, þá skil ég þig rétt. Þetta er bara misskilningur í orðalagi.
En svo við víkjum okkur að sjálfu efninu, þá er þetta aðvita hellings straumur sem á að flytja á svona skömmum tíma. En kannski er miðað við að það verði sérstakar stöðvar fyrir þetta eins og bensínstöðvar eru í dag. Þarna er bara verið að tala um þróun á rafhlöðum.
Eða hvað finnst þér?
Sumarliði Einar Daðason, 26.9.2012 kl. 16:39
Þetta er áhugavert en ég held að fréttamiðillinn mbl.is fari hér með rangt mál. Ég trúi ekki að þetta sé hægt. Ef hleðsluspennan er 50V þá þarf 45.000A - ætli vírinn sem tengist bílnum til þess að hlaða rafhlöðurnar þurfi þá ekki að vera 12 cm í þvermál. Og þungur eftir því. Ég bara sé það ekki gerast. :)
Það má vel vera að einhverjum hafi tekist að búa til geymslueiningu fyrir raf, sem hægt er að hlaða á einni mínútu, - en ekki svona stóra eins og þarf fyrir bíla.
Birgir Þór Bragason, 26.9.2012 kl. 18:10
Þetta er ábyggilega misskilningur hjá þeim strákum sem sjá um síðuna, þeir hafa verið að misstíga sig mikið uppá síðkastið, en þeir læra vonandi af reynslunni.
Gunnar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 23:03
Þetta er engin misskilningur, hvort þetta sé möguleiki er hinsvegar allt annað mál
http://www.extremetech.com/extreme/134635-scientists-develop-lithium-ion-battery-that-charges-120-times-faster-than-normal
Kjartan (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.