Hjálmar Árnason og umferð

Mikið er nú gott að þingmenn eru vitrir. Þeir hafa aftur og aftur hafnað tillögu Hjálmars Árnasonar um að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi. Húrra fyrir þingheimi. Hjálmar Árnason var í stuttu viðtali á Bylgjunni í gær og kom þar rækilega upp um sig. Hann talaði um hægri beygju af Bústaðavegi inn á Kringlumýrarbraut í suður. Hann ber greinilega lítið skynbragð á umferð og umferðarmannvirki því hann gerir sér ekki grein fyrir að þessi akrein sem ekið er inn á er þriðja akrein brautarinnar og er þar af leiðandi ekki aðrein, heldur akrein. Mikið er nú gott að hann ætlar að hætta þingmennsku.

 

Afhverju á ekki að leyfa svona hægri beygju 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

En hver samþykkti að gera allar þessar upphækkanir á umferðarljós sem sprottið hafa upp á Reykjavíkursvæðinu undanfarið ? - Sumir kallar þessar upphækkanir að vísu mislæg gatnamót eða álíka flott. Sé hins vegar voða lítð sniðugt við að lyfta umferðarljósunum upp af hverju gera menn ekki alvöru gatnamót þar sem ekki er þörf á öllum þessum ljósum. Sum staðar eru ljós á beygjurein/aðrein/afreyn  eða hvað þetta heitir á umferðammannvirkjamáli.  Ótrúlegt að þurfa að bíða þar á rauðu ljósi þegar enginn bíll er á ferðini eftir þessari leið. Minir að þetta sé á upphækkuðu umferðarljósunum rétt hjá Shell stöðini þegar þú kemur ofan úr Breiðholti og ætlar að beygja í átt að Shell. - annars er ég svo heppinn að búa ekki á suðvesturhorninu :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 14.3.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband