Hvernig reikna menn?
22.3.2007 | 12:28
Hvernig fá menn það út að á Íslandi hafi 8,6 látist í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Það létust 31 í umferðinni og við erum um það bil 300.000. Og hvernig fá menn það út að 7,8 hafi farist í Danmörku á hverja 100.000 íbúa? Þar létust 298 á árinu 2006 og danir eru um það bil 5.300.000. Ég skil ekki þessar útkomur, og legg til að menn reikni aftur. Samkvæmt mínum heimildum kom ölvun við sögu í 10 tilfellum og vímuástand vegna fíkniefna í einu. Í sjö þessara tilfella vímuástands var ofsaakstur afleiðing þess ástands og með hörumlegum afleiðingum. Þá standa eftir fjögur tilfelli ofsaaksturs. Hvert á að beina spjótunum, að ölvun eða ofsaakstri? Auðvita væri gott að hvortveggja heyrði sögunni til, en ölvun er miklu stærra í þessu máli.
Úps, ég las ekki fréttina orð fyrir orð. Mér varð það á að horfa eingöngu til ársins 2006 en ekki til tímabilsins 1997 til 2006. Ég biðst velvirðingar á því.
Gríðarleg fjölgun banaslysa í umferðinni í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Birgir, þetta er mjög athyglisvert en ég komst ekki á US kynninguna. Ég bíð eftir að lesa skýrslu RNU til að greina þessi slys 2006. Þá er hægt að skoða þessi mál í kjölin. Það er bein fylgni milli ölvunar og ofsaakstur, þessi staðreynd er sífellt hunsuð af þeim sem fara með þessi mál. Því miður er ekkert sem stöðvar slíkt nema löggæsla (alls ekki myndavélalöggæsla) og að fólk hringi í 112 ef það sér undarlegt aksturslag. Síðan er það næsti flokkur ofsaaksturs sem eru óreyndir strákar sem þurfa að fá útrás á þar til gerðum brautum, í þessum málum er ekki verið að gera nokkurn skapað hlut.
Stór hert löggæsla er búin að vera að þróast síðan árið 2000 á Íslandi, þar á lögreglan hrós skilið fyrir vel unnin störf. Í dag eru flest afskipti lögreglu á hvert ökuskírteini á Íslandi miðað við önnur norðurlönd og árangurinn er því nú þegar mjög mikill. Ég hef mínar efasemdir að "stór" aukin löggæsla leysa núverandi vanda. Ég man vel eftir þegar einn mjög harður talsmaður hertrar löggæslu sagði opinberlega að öll umferðarslys megi rekja til lögbrota. Sama ár ók viðkomandi á kind sem hljóp í veg fyrir bílinn. Þetta hefði alveg eins geta verið barn. Umferðarslys eru flókið fyrirbæri og alhæfingar um þennan málaflokk til lítils. Ég er sannfærður að þó að í aftursætinu væru bæði lögreglumaður og ökukennari myndi einhverjum takast að velta bílnum óvænt fyrir mistök með tilheyrandi slysi. Ég óttast að mjög að ef löggæsla verður gangi of langt endi það með trúnaðarbresti milli umferðaröryggisyfirvalda og almennings. Í öllum málum verður að vera ákveðin skynsemi og raunsæi.
Ég hef margoft farið fram á að rannsakað verði fylgni lögbrota gerenda alvarlegra- og banaslysa. Athuga hvort að síbrotamenn eru gerendur og kanna þá í framhaldinu tegund afbrota ef einhver eru. Þannig má greina og athuga hvar skóinn kreppir. Einnig þarf að keyra saman gagnagrunna tryggingafélaga með fjölda tjóna við punktastöðu ökumanna til að athuga hvort að bein fylgni sé milli lögbrota og fjölda tjóna eða alvarleika þeirra. Á meðan við vitum þetta ekki þá er kannski til lítils að stórefla löggæsluna enn frekar. Kannski eru önnur úrræði sem þarf að grípa til.
Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:45
Já Óskar, það má gera miklu meira í tölfræðimálum svo komast megi nær því hvað á að gera. Getur verið að 30 prósent ökumanna valdi 70 prósentum óhappa? Hvar er Slysaskrá Íslands stödd í þessum málum?
Birgir Þór Bragason, 22.3.2007 kl. 14:04
Ég veit að slysaskráin er orðin virk en þar eru takmarkaðar upplýsingar. Upplýsingar Umferðarstofu úr slysaskránni eru þær sem Umferðarstofa var að kynna í gær. Til að fara dýpra í þessi mál þarf að keyra saman gögn frá ólíkum aðilum. Kannski eru þau sum á gráu svæði persónuverndar og þarfnast undibúnings til að afpersónugreina gögnin o.s.frv. En það er ljóst að mikið vantar upp á til að sjá fylgni milli tjóna og hegðun ökumanna. Ég minnist mjög vals á einum góðborgara sem ökumanns ársins í ónefndu átaki. Sá var þekktur tjónvaldur í borginni. Það er ekki nóg að kunna á stefnuljós og aka á löglegum hraða. Það þarf allt að smella saman.
Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:26
Það má vel vera að það megi gera miklu meira í tölfræðimálunum.
Við hjá Slysaskráningu Umferðarstofu vinnum aðeins með þau óhöpp þar sem lögreglan kom á staðinn. Þá eru eftir öll þau óhöpp sem eingöngu rötuðu til tryggingarfélagana. Auðvitað væri best ef öll umferðaróhöpp væru skráð en það er því miður ekki raunin í dag. Samt sem áður höfum við töfræði með alla þá er létust og slösuðust alvarlega svo og þá er fóru til læknis og það er nefnt í skýrslunum.
Eitt langar mig þó að nefna að við vitum að sumir sem slasast t.d. hálshnykkir sem leiða til örorku eru oft skráðir sem lítil meiðsl vegna þess að ekki er hægt að fylgja eftir meiðslum einstaklinga af okkar hálfu.
Draumurinn væri jú ef öll umferðaróhöpp væru skráð og öll meiðsl þar af leiðandi fylgt eftir og rétt skráð.
Ólafur Þór (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:46
Það var það sem átti að gerast með Slysaskrá Íslands. Þar er því miður aðeins eitt tryggingafélag og aðeins hluti heilbrigðisstofnana. Hvað veldur því veit ég ekki en það væri gott ef þrýst væri á að skráin verði tæmandi.
Birgir Þór Bragason, 22.3.2007 kl. 14:57
Annars er merkilegt að skoða þróun hjá Dönum síðustu árin. Þeir hafa verið að ná miklum árangri undanfarna áratugi.
Tafla yfir látna í umferðinni á Íslandi og í Danmörku 1997 til og með 2006
Ísland Danmörk
1997 15 489
1998 27 499
1999 21 514
2000 32 498
2001 24 431
2002 29 463
2003 23 432
2004 23 369
2005 19 331
2006 31 298
Birgir Þór Bragason, 22.3.2007 kl. 15:07
Þetta er mjög merkilegur árangur. Þeir tóku á ýmsum agavandamálum og þá sérstaklega ölvunarakstri. Eitt skulum við minnast sem er mjög merkilegt að fyrir 3 árum var hámarkshraði á hraðbrautum hækkaður í 130km en á móti var tekið harðar á þeim sem fóru yfir þann hraða.
Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 09:27
Þeir hafa líka mjög markvist fækkað kross- og Tgatnamótum úti á landsbyggðinni og sett í stað þeirra hringtorg.
Birgir Þór Bragason, 23.3.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.