Kastljós á 288

Stjórnvöld í vestrænum ríkjum láta ekki undan hryðjuverkamönnum. Akstursíþróttamenn, þetta er ekki leiðin.

Ef einhver heldur að þetta sé einsdæmi og ef einhver heldur að þetta gerist bara á mótorhjólum, þá veður sá villu. Svona akstur hefur verið til staðar á þjóðvegum landsins í mörg ár. Það eru bara tvær leiðir til að stöðva þetta. Banna sölu, byggingu og notkun þeirra tækja sem komast yfir 140 eða koma upp aðstöðu fyrir þessi leiktæki. Ég endurtek áskorun mína til stjórnmálamanna að leggja þeim lið sem nú hafa hafið byggingu slíkrar aðstöðu á Suðurnesjum. Síðan ég fékk bílpróf árið 1974 hef ég fylgst með akstursíþróttum, fyrsta rallið var haldið af FÍB árið 1975. Síðan þá hefur milljörðum verið varið til að byggja upp aðstöðu fyrir skíðamenn, fótboltamenn, sundmenn og þannig má lengi telja, en akstursíþróttamenn hafa ekki fengið nema hornauga. Ég vona að menn átti sig á að hryðjuverkamennirnir eru örfáir og það má ekki refsa öllum hinum sem vilja stunda þessa íþrótt vegna þeirra.


mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ömurlegt að horfa upp á þetta.  Það er ekkert sem réttlætir kappakstur á götunum og svona hegðun tekur nokkur mannslíf á ári hér á landi.  Flestar þjóðir í kringum okkur hafa losað sig við þetta vandamál með þar til gerðum kappaksturbrautum þar sem þetta á heima. 

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 09:32

2 identicon

Glittir ekki í númer hjólsins á lyklakyppunni í videoinu?

Johann Ingi Sigtryggss (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:02

3 identicon

Alltaf verið að tala um að setja upp vernduð svæði fyrir hraðaskursfíkla, gott og blessað, ekkert nema gott um það að segja.

En væri ekki líka skynsamlegt að hugsa aðeins lengra ? 

Byggja almennilega kappakstursbraut sem myndi henta bæði bílum og hjólum, með flottri aðstöðu ? 

Væri þá ekki grundvöllur fyri því að halda jafnvel alþjóðlegar keppnir með stefnuna á F1 keppni á henni í einhverri fjarlægri framtíð ?

Ívar (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:50

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er nákvæmlega það sem verið er að gera á Suðurnesjum. Það vantar hinsvegar stuðning við verkefnið.

Hjá hér 

Birgir Þór Bragason, 23.3.2007 kl. 12:03

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Mæli þú manna heilastur Birgir. Það er ótrúlegt hvað stjórnvöld hafa þráskallast við að aðstoða þá menn sem eru að byggja þessa braut af elju og frumkvæði.
Sturla Böðvarsson er þverskalli nr. einn, sú steinrunna kerfiskarlarisaeðla

Sigurjón Sveinsson, 23.3.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband