Tækni og notkun hennar

Að mestu er nútíma tækni notuð í umferðinni til að góma lögbrjóta. Minna fer fyrir því að tæknin nýtist til að koma í veg fyrir brotin. Sem dæmi má nefna myndavélar á ljósastýrðum gatnamótum. Þar er sá brotlegi myndaður, en ætlunin var að myndavélarnar væru með fælandi mátt, það er að segja ökumenn áttu að hræðast myndavélarnar og þar af leiðandi ekki fara yfir gegn rauðu ljósi. Það er talsverður aðdragandi að því að ökumaður fer yfir á rauðu. Hraði hans og vegalengd frá gatnamótum þegar gula ljósið kviknar er krítískur punktur. Það væri kannski til heilla ef tæknin væri nýtt til að kveikja á flassljósum sem gætu vakið ökumann sem eru um það bil að fara yfir á rauðu ljósi. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að ökmaður færi óvart yfir á rauðu, en það að fara óvart yfir er sennilega margfalt hættulegra en þegar það er gert vísvitandi og þá með aðgát (ekki að hér sé mælti með því, síður en svo). Það er betra að koma í veg fyrir brotin en bara að ná þeim sem brotin fremja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það versta er að þegar menn fara yfir á rauðu ljósi þar sem myndavélakassi er, góna þeir yfirleitt á kassann til að athuga hvort tekin sé mynd af þeim í stað þess að fylgjast með og athuga hvort bíll sé að koma frá hlið. Í þónokkrum borgum í Bretlandi fjölgaði banaslysum við gatnamót þar sem myndavélar höfðu verið settar upp og að sama skapi fækkaði þeim í nokkrum borgum þar sem þær höfðu verið teknar niður. Menn fylgjast einfaldlega ekki með umferðinni þar sem myndavélakassarnir eru.

Sighvatur Jónsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:24

2 identicon

Svipuð þróun hefur því miður verið sú sama á þeim vegum þar sem hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Bretlandi, athyglin virðist beinast frekar að því að forðast myndavélar en að halda henni við aksturinn.    

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband