Ótrúlega langt á eftir

Íslandingar eru ótrúlega langt á eftir öðrum löndum í þessum efnum. Í Danmörku hefur þessi háttur verið viðhafður um árabil jafnvel áratugaskeið. Hvað veldur því að Íslendingar telja það eftir sér að flokka sitt drasl? Erum við löt? Það hvarflar stundum að mér að þessi leti sé ein orsök umferðarslysa. Við nennum ekki að einbeita okkur við aksturinn. Sko mig mér tókst að koma umferðarmálum inn í þetta :):)
mbl.is Kröfur um minni urðun munu umbylta sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna í Álaborg er bara blaðagámur við götuna sem ég bý í, miklu gáfulegra en að vera að troða sér ruslatunnu við hvert hús. Maður tekur bara blöðin og pappírsruslið með sér upp á bílastæðin sem eru fyrir ofan götuna og hendir í ruslið um leið og maður skreppur út, fljótlegt og auðvelt.

kv.

Jóhann Gunnar

Jóhann Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 07:35

2 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Það er furðulegt hversu lengi við ætlum að vera að tileinka okkur endurvinnslu og flokkun. Þetta er ekkert gríðarlegt mál.

Ómar Kjartan Yasin, 11.4.2007 kl. 08:09

3 identicon

Það eru svona gámar á við og dreif í Reykjavík líka en ég hef ekki orðið var við að margir noti þá enda aukin fyrirhöfn, miklu auðveldara að henda þessu í tunnuna.

Væri síðan ekki bara eðlilegt að frí- og auglýsingablöðin, t.d. Fréttablaðið, sem borin eru inn á hvert heimili beri kostnaðinn af eigin förgun.?

Óskráður (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 08:40

4 identicon

Ég veit bara ekki um neitt annað land en Danmörku þar sem þessi háttur er hafður á. Sorry.

Baldur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband