Orsök eða afleiðing
12.4.2007 | 08:23
Sumir vísindamenn segja að aukning koltvísýrings í lofthjúpi jarðar orsaki hlýnun. Aðrir vísindamenn segja að hlýnun valdi því að magn koltvísýrings aukist. Það er erfitt fyrir leikmann að meta hvort er orsök og hvort er afleiðing. Grænir stjórnmálamenn nýta sér þessa óvissu, gera það í raun með hjálp fjölmiðlamanna sem eru viljugir til að færa okkur æsifréttir, og hamra á því að þetta sé hinum stjórnmálamönnunum að kenna.
Kenningin um að hlýnun valdi aukningu svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi, segir að það sé mismunandi útgeislun sólar sem öllu ræður. Orsökin er náttúruleg og afleiðingin óhjákvæmileg. Með öðrum orðum, við ráðum hér engu um. Ef þetta er rétt þá er mikill fjöldi fólks að vinna algjörlega ónauðsynlega vinnu. Öll vinnan sem fer í að berjast gegn losun CO2 á vesturlöndum er sem sagt eins og að moka sandi í poka, ganga með hann upp á næstu hæð í húsinu og hella honum niður um gat í gólfinu. Betra væri að þetta fólk legði vinnu sína í eitthvað sem skiptir máli.
Þér til fróðleiks, því mennt er máttur, þá er hér ýmislegt um þessi mál. Það tekur tíma að lesa og horfa á þær myndir sem þar er að finna en það er öllum hollt að skoða mismunandi kenningar.
Kenningin um að hlýnun valdi aukningu svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi, segir að það sé mismunandi útgeislun sólar sem öllu ræður. Orsökin er náttúruleg og afleiðingin óhjákvæmileg. Með öðrum orðum, við ráðum hér engu um. Ef þetta er rétt þá er mikill fjöldi fólks að vinna algjörlega ónauðsynlega vinnu. Öll vinnan sem fer í að berjast gegn losun CO2 á vesturlöndum er sem sagt eins og að moka sandi í poka, ganga með hann upp á næstu hæð í húsinu og hella honum niður um gat í gólfinu. Betra væri að þetta fólk legði vinnu sína í eitthvað sem skiptir máli.
Þér til fróðleiks, því mennt er máttur, þá er hér ýmislegt um þessi mál. Það tekur tíma að lesa og horfa á þær myndir sem þar er að finna en það er öllum hollt að skoða mismunandi kenningar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.