Umhverfi vega og gatna

Það er víða þannig að nánasta umhverfi vega og gatna er þannig að það skapar aukna hættu. Kantsteinar eru mismunandi og sumir þannig að rekist hjólbarði utan í þá, þá rífa þeir í hjólbarðann og taka stjórnina af ökumanni. Það eru ekki bara þeir á mótorhjólunum sem eru í hættu hvað þetta varðar heldur líka ökumann á bifreiðum. Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjir staðlar eru í notkun hvað varðar lögun kantsteina.
mbl.is Mótorhjól lenti á kantsteini og þeyttist upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt Birgir.  Þú ert líklega eini maðurinn sem pælir í aðstæðunum, fordæmir ekki ökumanninn.  Það eru ófáir staðirnir og aðstæðurnar þar sem bifhjólamenn missa stjórn á ökutæki sínu.  Gott dæmi eru tveir "glænýjir" vegir á höfuðborgarsvæðinu.  Sæbraut við Klettagarða og Reykjanesbraut frá Smáralind inn í Garðabæ.  Þeir eru Hörmung.  Fullt af lægðum til að henda mönnum í loft upp, rásir, holur og hæðir.  Sigið eins og 20 ára gamlir vegir með bundnu slitlagi.  Gaman væri að vita hvort verktakar fái fullgreitt fyrir að skila þessu svona. 

Haugur bifhjólamaður 

Haugur (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 09:48

2 identicon

Það er rétt Birgir.  Þú ert líklega eini maðurinn sem pælir í aðstæðunum, fordæmir ekki ökumanninn.  Það eru ófáir staðirnir og aðstæðurnar þar sem bifhjólamenn missa stjórn á ökutæki sínu.  Gott dæmi eru tveir "glænýjir" vegir á höfuðborgarsvæðinu.  Sæbraut við Klettagarða og Reykjanesbraut frá Smáralind inn í Garðabæ.  Þeir eru Hörmung.  Fullt af lægðum til að henda mönnum í loft upp, rásir, holur og hæðir.  Sigið eins og 20 ára gamlir vegir með bundnu slitlagi.  Gaman væri að vita hvort verktakar fái fullgreitt fyrir að skila þessu svona. 

Haugur bifhjólamaður 

Haugur (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:14

3 identicon

Ég er ökumaður hjólsins.Mig langar að bæta því inn, að málið er í rannsókn.Bíllinn sem kom á móti mér var á mínum vegarhelming, og ég varð að velja um að lenda framan á bílnum eða keyra á helvítis kantinn( sem er allt of hár að mínu mati).Ég og öll vitnin telja að hjólið hafi verið á um 50-60km hraða. Það sem varð til þess að ég þeyttist upp í loft var, að þegar afturdekk hjólsins fór yfir kantinn, þá hreinlega sparkaði hjólið mér af sér.

Þess má geta, að oft eru það ökumenn bíla sem valda mótorhjólaslysum.

Ingi Hall (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 17:39

4 identicon

Ég er ökumaður hjólsins.Mig langar að bæta því inn, að málið er í rannsókn.Bíllinn sem kom á móti mér var á mínum vegarhelming, og ég varð að velja um að lenda framan á bílnum eða keyra á helvítis kantinn( sem er allt of hár að mínu mati).Ég og öll vitnin telja að hjólið hafi verið á um 50-60km hraða. Það sem varð til þess að ég þeyttist upp í loft var, að þegar afturdekk hjólsins fór yfir kantinn, þá hreinlega sparkaði hjólið mér af sér.

Þess má geta, að oft eru það ökumenn bíla sem valda mótorhjólaslysum.

Ingi Hall (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband