Aðvörun

Eru einhverjir vindmælar þarna og eru skilti sem vara við þessum vindi? Tæknin er til, sagan segir okkur að þetta getur gerst og því ætti að vera aðvörunarbúnaður þarna. Vindurinn sést ekki með berum augum og hvað þá vindstrengir.
mbl.is Hjólhýsi valt á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

 Það er risastórt blátt skilti þegar maður keyrir út úr Mosfellsbæ, sem sýnir hita, vind og vindhviður. Skiltið getur líka látið mann vita að vegurinn er lokaður og þegar óveður er á Nesinu. skiltið hefur verið þarna í mörg ár.

Ragnar Lúðvík Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Gott að vita af því. Hvað er langt í það svæði sem verst er hvað varðar vindhviður? Eðlilega væri nú gott að vita hvort ökumaðurinn hefur í þessu tilviki ekið framhjá þessu skilti og hvað það sýndi þegar hann gerði það, ef hann ók framhjá því.

Birgir Þór Bragason, 2.5.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Ester Júlía

Óheppileg tímasetning fyrir mig .  Er að reyna að sannfæra fólk í kringum mig að það sé ekkert meira rok á Kjalarnesinu en annarsstaðar og oft LOGN.  Var nefnilega að skoða íbúð þar í gær ...og jú það var rok

Ester Júlía, 2.5.2007 kl. 08:52

4 identicon

Ef bíllinn hefur hins vegar verið að koma að norðan þá er líka mælir þegar ekið er út úr Borgarnesi.  Einhvern tímann heyrði ég að ekki mætti ferðast með hjólhýsin þegar vindhraði væri kominn yfir 15 mtr.

Valur Stefánsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 08:56

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Út úr Borgarnesi! Gott og vel, en það segir nú ekki mikið fyrir þá sem ekki fara í gegnum Borgarnes. En er þetta ekki tiltölulega lítið svæði á Kjalarnesi sem er hættulegt. Má ekki setja skilti þar, eða vindpoka eins og við flugvelli, þar sem hættan er?

Birgir Þór Bragason, 2.5.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband