Kominn tími á viðtal

Mér finnst kominn tími á að fjölmiðlar ræði við formann umferðarráðs um áherslur og stefnu ráðsins. Formaður umferðarráðs, Kjartan Magnússon, hefur ekki verið beint áberandi nú í sumarbyrjun. Við vitum að sumarið er því miður tími alvarlegra umferðarslysa og umferðaraöryggismál eru þannig að þeim þarf að halda á lofti, ekki bara í kjölfar slysa heldur alltaf.

Hver er stefna formannsins? Hvað á að gera í sumar til þess að tryggja árverkni ökumanna? Á að leggja umferðarráð niður? Á að gera einhverjar breytingar á ráðinu? Er núverandi fyrirkomulag að skila einhverjum árangri?

Til þess að koma í veg fyrir umferðaróhöpp þarf að vita hvar á að bregða niður fæti. Í Japan er eitt snilldar verkefni í gangi. Verið er að safna í gagnagrunn, hættulegum stöðum. Það er gert með því að gefa ökumönnum kost á að skrá inn í grunninn atvik þar sem þeir voru næstum því búnir að lenda í árekstri. Gagnaskráning fer fram í gegnum netið, þannig að hver og einn getur gert þetta heiman frá eða frá hverjum þeim stað þar sem hann kemst á netið.

Söfnun slíkra gagna á Íslandi gæti varpað ljósi á svarta bletti svo hægt verið að lagfæra aðstæður áður en slys verður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Mér finnst líka kominn tími á að fjölmiðlar fari að ræða við formann mannanafnanefndar.

Kveðja.

Kjartan Valdemarsson, 4.6.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

lagfært, takk

Birgir Þór Bragason, 4.6.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband