Einungis?

Lögreglan telur að einungis hafi verið um glöp í akstri að ræða. Þannig hljóðar lokasetningin í fréttinni. Glöp í akstri er dauðans alvara. Það að aka bifreið án einbeitingar er sennilega orsök langflestra umferðaróhappa, í sumum tilfellum með mjög alvarlegum afleiðingum. Rannsókn sem erlent tryggingafélag lét gera sýnir að í hverjum 600 tilfellum umferðaróhappa er eitt með alvarlegum meiðslum. Í raun er aðeins ein leið til þess að fækka slösuðum. Það er með því að fækka umferðaróhöppum, afglöpum. Það er því einkennilegt að orðalagið skuli vera -einungis hafi verið um glöp í akstri að ræða.- Þetta er dauðans alvara.
mbl.is Óökufær bifreið eftir árekstur við hringtorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband