Óreglulegar slaufur

Vonandi eru enginn slasaður. Slaufuverk á þessum gatnamótum er stórhættulegt. Þær þarf að lagfæra. Það eru mörg dæmi þess að óreglulegir radíusar í þessum slaufum koma mönnum í opna skjöldu. Það er löngu tímabært að vegagerðin lagfæri þær.
mbl.is Umferðarslys á Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér og svona slaufur eru víðar á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar helst að nefna slaufurnar við Hringbraut og Snorrabraut.

Eru til einhver lög eða vinnureglur um þessa hluti?

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:48

2 identicon

þarna eru menn að keyra of hratt, ekki er hægt að kenna mannvirkjunum um aulaskap mannfólksins

ji (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:59

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Rangt hönnuð mannvirki eiga því miður sök á fjölda óhappa. Það er í dag viðurkennt víða um heim. Margar þjóðir í Evrópu vinna nú að lagfæringum á slíkum mannvirkjum þar á meðal Íslendingar.

Birgir Þór Bragason, 18.6.2007 kl. 11:14

4 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Það eru oft stórir trukkar að lenda í svona slysum/óhöppum með atvinnubílstjóra undir stýri sem eru alveg örugglega ekki að aka þarna um í fyrsta skipti, þannig að þeir eiga að vita hverju þeir eiga vona á.

kv

Finnur Ólafsson Thorlacius, 18.6.2007 kl. 11:32

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Umferðarmannvirki eiga ekki að vera þannig að ökumenn þurfi að þekkja aðstæður til þess að komast klakklaust í gegnum. Þvert á móti eiga slík mannvirki að vera þannig að þeir sem ekkert þekkja til komist leiðar sinnar.

Birgir Þór Bragason, 18.6.2007 kl. 11:57

6 identicon

Hárrétt hjá þér Birgir Þór, svona breytilegir radíusar koma virkilega aftan að mönnum (ökumönnum) sem hafa kannski leyft sér að fara á aðeins meiri hraða í beygjuna en hún er hugsuð fyrir. Hvað skyldi t.d. vera langt í að við fáum álíka óhapp/slys á aðreinarbeygjunni af Suðurlandsvegi inn á Vesturlandsveginn í átt til borgarinnar -og er það þó alveg ný hönnun!

Jón Baldur Þobjörnsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband