Kyrrsetning
25.6.2007 | 07:22
Ég mæli með að lögreglan fái heimild til þess að kyrrsetja bifreiðar við of hraðan akstur rétt eins og bifreiðar eru kyrrsettar þegar ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur en þó undir refsimörkum. Lyklar yrðu þá gerðir upptækir í allt að sólahring.
Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála þessu. Varla hægt að treysta á að fólk hægi á sér eftir að búið er að stoppa og sekta viðkomandi fyrir of hraðan akstur.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 25.6.2007 kl. 08:38
Hvaða tilgangi þjónar það nú að gera lykla að einhverjum bílaleigubíl upptæka í sólarhring??? Er einhver tilgangur þar sem fjársekt nær ekki að ná yfir? Held að þetta sé bull sem ekkert geri fyrir umferðaröryggi þó erlendur ferðamaður þurfi að sækja sér annan bílaleigubíl....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 09:13
Þetta eignarupptökustuð sem er komið í fólk er skerðing á frelsi sem er bundið í stjórnarskrá, hvar vill fólk að þetta stoppi?
Gleðskapur í heimahúsum...óvenju mikill hávaði og nágrannar kvarta....eign gerð upptæk vegna glæpsamlegs athæfis. Húseigandi ekki hæfur til að stjórna sinni eign.
Fólk er farið að vilja 1984 eða hvað?
Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:11
Magnús, það er ólöglegt að keyra á svona ofsa hraða. Því ætti að kyrrsetja bíla þessara ökumanna. Gleðskapur í heimahúsum er löglegur.
Ólafur Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 10:29
Erlendir ferðamenn virðast undantekningarlaust sleppa með sekt, hvers vegna eru þeir ekki sviptir ökuréttindum?
Sindri (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:32
Það kemur nú fram Andri, ef þú lest fréttina að hann er stoppaður einu sinni, áður en hann er stoppaður er hann mældur aftur. Kyrrsetning í þessu dæmi þjónar engu nema heimskunni einni annað hvort er hægt að svifta ökumanninn réttindum eða hann er sektaður, nema hvort tveggja sé. Kyrrsetning á bíl sem bílaleigan á er ekki að gera neitt sem sektin ekki gerir, hún býr til kostnað við að hringja eftir öðrum bíl, svo einfalt er það nú.
Ef ekki er hægt að taka ökuréttindin er hitt bara kjaftæði sem engu þjónar, nóg höfum við nú af slíku hér.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 12:17
Varla geta íslensk yfirvöld svipt menn réttindum öðrum en þeim sem þau gefa út sjálf...?
Til að koma í veg fyrir ofsaakstur á þjóðvegum dugar varla annað en að setja hraðatakmarkara í bifreiðar. Það hefði hins vegar ekki dugað til við seinna brot ökumannsins sem fréttin fjallar um.
TJ (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:33
Man engin eftir því í fyrra þegar bílaleigur(eða var það bara ein) báðu lögreglu um að leggja hald á bíllykla hjá útlendingum sem væru mældir yfir sviftingarmörkum hverju sinni?
Eða var það bara draumur hjá mér :)
Karl (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:51
TJ, ef þú ekur of hratt erlendis eru góðar lýkur á því að þú verðir sviptur, jafnvel að bufreið verði gerð upptæk eingöngu vegna þess að þar ert þú ferðamaður. Ef hinsvegar þú getur gert upp sektina á staðnum gætirðu fengið að halda áfram.
Þetta er það sem ferðamenska í útlöndum kennir fólki, allavega þeim sem keyra greitt um vegi. Ég hef þó ekki lent í þessu þar sem karl faðir minn hefur oftast verið með og hann er hraðakstursstopparinn minn. Ég þekki nokkra sem lent hafa í sviptingu fyrir ekki svo marga km. yfir leyfðann hraða í Danmörku, Noregi; og Svíþjóð, þar af einn sem bíllinn var gerður upptækur hjá.
Akið svo varlega og munið eftir næst þegar fjárfest er í bíl að taka stefnuljósapakkann með í dæmið, hann kostar ekki mikið aukalega.
góðar stundir
Ólafur Björn Ólafsson, 25.6.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.