Áskorun!

Ég skora á ráðherra samgöngumála að sjá til þess að viðeigandi stofnun fari að ábendingu RNU. Samgönguráðherra til fróðleiks þá hefur það ekki verið gert hingað til, nema þegar það hefur ekki kostað mikið, og máli til komið að mark sé tekið á tillögum RNU. Á fjölmennum fundi fyrir nokkrum árum var Ágúst spurður hvort mark væri tekið á tillögum RNU. Svarið var stutt og skorinort: Þegar það kostar lítið, já, en ekki ef það kostar eitthvað að ráði.

ps. Eina raunhæfa lausnin á þessum gatnamótum er hringtorg, en það er bara mín skoðun.


mbl.is Lagt til að vegamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála, ég fer þessi gatnamót á hverjum degi og það er eitthvað verið að vinna í þeim, veit samt ekki hvað kemur. Hringtorg væri snilld.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:39

2 identicon

Hringtorg væri ekki snilld þarna... nógu mörg hringtorg á Skaganum og alltof mörg í byggingu...þetta er að verða eins og Mosfellsbær. Gera frekar mislæg gatnamót eða eitthvað með viti þarna.

Jói (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:16

3 identicon

Loka þeim, þau eru óþörf og trufla sveitasæluna. hringtorg og mislæg gatnamót eru mjög dýrar lausnir. Það er hvort eð er verið að breyta innkeyrslu á Akranes

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband