Auglýsing á undan og eftir, öryggi í flugi

Umferðarstofa, eins og umferðarráð hér áður, reynir að láta líta út fyrir að slysum hafi fækkað. Vísað er í tölur og sagt að í raun hafi slysum fækkað miðað við ...... Bull og vitleysa. Þrátt fyrir að bílar í dag verndi fólkið miklu betur en fyrir 10 árum stækkar tollurinn með hverju ári. Það er óásættanlegt. Miðað við hvað bílarnir eru miklu betri þá er þessi útkoma í raun stóralvarleg og er áfellisdómur á árangur okkar í öryggismálum í umferð á vegum.

Við fljúgum oftar og lengra en áður með enn meira öryggi en áður. Þannig á það líka að vera.

Það er ekkert sem segir að með fleiri bílum á götunum eigi slysum að fjölga. Það er því ekki hægt að grípa í þær tölur og fá út að slysum hafi í raun fækkað.

ps, það er asnalegt að sjá mótorhjólamanninn hjálmlausann í þessari frétt.


mbl.is Fleiri alvarleg umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Birgir við getum verið sammála um bæði það hversu alvarlegt það er að opinber eftirlitsstofa eins og US er skuli berja sér á brjóst stoltir yfir árangrinum og að hafa hjálmlausan mann á hjóli en slíkt á náttúrulega aldrei að sjást, hvort sem um er að ræða vélhjól eða reiðhjól.

En þetta lögmál með auknu slysin verður því miður til staðar hér meðan umferðarmannvirki eru hönnuð fyrir umferðina sem fer um þau daginn sem þau eru hönnuð en ekki umferðina sem kemur til með að fara um þau eftir 20 ár, en gera má ráð fyrir um 40-70 ára endingu á svona mannvirkjum ef vel er að verki staðið.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:41

2 identicon

PS. það hefur nú ekki þótt vera til eftirbreyttni að státa sig af betri árangri en sá versti í "bekknum" en er ekki rétt munað hjá mér að árið 2006 hafi verið "metár" hvað varðar fjölda umferðarslysa?

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband