Ríkið skuldar þessu fólki

Það ætlar að ganga hægt að fá það viðurkennt að frístundir á þessum hjólum eru alveg jafngildar frístunda á hestum eða skíðum. Samfélagið eða ráðamenn þess eru sáttir við að almannafé skuli notað í byggingu reiðstíga og skíðalyfta en þverskallast við hverri, eða næstum því, ósk hjólafólks. Undarlegt verð ég að segja.


mbl.is Lögregla vísaði bifhjólafólki frá Sandvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

mikið er ég sammála þér Birgir, það er eins og lögregla og ríkið séu svona á ákveðinn og skipulagðan hátt að útrýma öllum akstursíþróttum á landinu, ímyndaðu þér hvernig það er að vera hjólamaður á norðurlandinu, það er ekkert grín, þar lítur lögreglan á fjöruakstur við náttúruspjöll, þótt að þau náttúruspjöll standi einungis í um 8 tíma eða svo ;)

Mikael Þorsteinsson, 15.3.2008 kl. 19:06

2 identicon

Ég er sammála þér um að það mætti fara kasta smá pening í hjólafólk. Minn uppáhalds útivistarstaður er Reykjanesið og ég hef farið þar um hvern krók og kima. Ég hef tekið eftir alltof mörgum stöðum sem núna eru hreinlega ónýtir vegna hjólafólks.

Ég verð bara að viðurkenna að mér er meinílla við fólk sem þarf að eyðileggja til að geta stytt sér stundir, sérstaklega þegar það er að spilla því sem tekur áratugi ef ekki hundruðir ára að gróa.

Einhverstaðar verða vondir samt að vera og því betra að tjóðra þá á hjólabraut þar sem þeir skemma ekkert nema kannski sig sjálfa og þá ættu allir að vera sáttir. 

Óskar (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:10

3 identicon

Svona aðgerðir hrekja hins vegar hjólendur til fjalla. Sandvík er eins ákjósanlegur staður og hugsast getur fyrir hjólendur. Skemmtilegt svæði og eftir hvert eitt og einasta suðvestanrok sjást engin ummerki þess að þar hafi verið hjólað áður. Fjörur og víkur sem Sandvík eru mjög ákjósanleg svæði fyrir hjólendur og allir sem áhuga hafa á náttúruvernd ættu að gleðjast yfir veru þeirra þar. Á svæði sem verður eins og "nýtt" á nokkurra daga fresti. Á jörð sem ég á hluta í, undir Eyjafjöllum, eru oft hjólendur í fjörunni ... enda ákjósanlegt svæði ... í hverju sunnanroki ... verður svæðið "ósnert" og ósnortið á ný. Það hefur glatt mig sem landeigenda að sjá hjólafólk þar. Náttúran verður að eiga sitt atkvæði í aðgerðum lögreglu sem öðrum aðgerðum okkar Íslendinga. Þessi aðgerð mun auka hjólaför á fjöllum og er þar með til skammar.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:25

4 identicon

Jebb, þetta ætlar að verða langsótt í meira lagi. En það dugar ekki að gefast upp, góðir hlutir gerast hægt og svo framvegis. Bara að berjast.

Helgi Schiöth (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 20:39

5 identicon

svo annað það er maður á suðurnesjum sem á sandvíkina og hann er búinn að leyfa hjólafólki að djöflast þar. hefur löggan einhvern rétt á því að reka fólk af einkalandi? spyr sá sem ekki veit

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:02

6 identicon

jæja, verð nú að segja eitt þar sem allt hallar á okkur hestafólk í þessum þræði, það er nú þannig að hestaleiðirnar eru mjög illa við haldnar og t.d. varla ríðandi kringum rauðavatn núna út af stórum grjótum sem hestarnir hnjóta um og svo hafa hjólafólk skemmt margar leiðar sem verða upp og niður allar í holum og hafa spólað efsta lagið burt og grjótin hafa komið upp. Hafið þið ekki tekið eftir því að öll hestahverfin í rvk eru að verða boluð í burtu eða byggt nánast ofan á þau. Eeeen annars er ég sammála um að það vanti góða braut eða brautir má nú alveg hafa meira en eina braut til að hjólafólk þurfi ekki alltaf að fara á sömu brautina og fái smá breytileika til að vera ekki alltaf á alveg eins braut.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:02

7 identicon

Ég er nú alveg sammála ykkur, það er nauðsynlegt að þeir sem hafa áhuga á þessu hafi eitthvað svæði þar sem það má vera á hjólunum. vil ég benda fólki á www.slodavinir.org , þetta er félag sem var stofnað nýlega fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast á þessum hjólum og gera það þá löglega í leiðinni.

 Það er heimilt lögum samkvæmt að ferðast á þessum hjólum á þartilgerðum svæðum og einnig á slóðum og svo framvegis so eitthvað sé nefnt. Hins vegar eru það svo náttúruverndarlögin, sem er ástæða þess að þessu fólki var vísað frá Sandvík. Þar segir í 17gr. einfaldlega að óheimilt er að aka utan vega, þá skiptir engu máli hvort landeigandi heimilar það eða ekki, náttúruverndarlögin einfaldlega banna allan akstur utan vega nema í ákveðnum tilvikum sem tekin eru fram í 17. grein laganna.

Lögreglan er auðvitað bara að framfylgja lögunum, væntanlega er fólk að væla yfir þessu og kvartar og þá verður lögreglan að grípa inn í.

Ég hvet bara fólk til að stunda þetta áhugamál löglega, nógu mikið er af fordómum í samfélaginu varðandi þetta, ekki er þörf á að auka þá. 

Arnar (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:40

8 identicon

Arnar, ég held að fólk sé bara að biðja um að það gildi jafnt yfir alla. Hestafólk virðist geta farið þangað sem því sýnist án þess að því sé lýst yfir að það sé að skemma landið, og hvað með bændur sem hafa verið með rollur á víð og dreif áratugum saman sem að éta upp landið?

Þetta er bara spurning um að hjólafólk sé ekki gert að einhverjum grýlum þegar þeir eru ekki einir um að "skemma". Fókusinn þarf þá líka að fara á hina og þetta þarf að vera sanngjarnt.

Linda (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 06:55

9 identicon

Megas sagði: "svo skal böl bæta að benda á annað verra"?

Það er varla til of mikils mælst að vélhjólaeigendur fari eftir lögum landsins.

Meirihlutinn í samfélagi okkar hefur samþykkt í gegnum sitt regluverk að akstur utan vega er ekki löglegur, - þar er sjónarmið heildarinnar vegið þyngra en einstakra hluta hennar. Við búum við lýðræði, ekki sjálftöku. Vélhjólaeigendur sem aðrir.

Til eru hefðbundar og lögformlegar leiðir til þess að vinna sínum málstað framgang og hafa ýmis hagsmunasamtök nýtt sér þær með ágætum árangri. Að öllu jöfnu má ætla að sama eigi við um áhugafólk um vélhjólaakstur.

olafur (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 09:59

10 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Fyrir olaf ætla ég að endurbirta bloggið sem er þó hægt að lesa hér efst á síðunni.

Það ætlar að ganga hægt að fá það viðurkennt að frístundir á þessum hjólum eru alveg jafngildar frístunda á hestum eða skíðum. Samfélagið eða ráðamenn þess eru sáttir við að almannafé skuli notað í byggingu reiðstíga og skíðalyfta en þverskallast við hverri, eða næstum því, ósk hjólafólks. Undarlegt verð ég að segja.

Birgir Þór Bragason, 16.3.2008 kl. 10:46

11 identicon

Það hjálpar lítið að tyggja aftur sömu lummuna. Síst oní fulllæst fólk.

Kannski er einhver ástæða fyrir því að málstaður vélhjólafólks á undir högg að sækja.

Er það vegna þess að hinn almenni borgari skilur ekki vélhjólafólk?

Eða af því að málstaður vélhjólafólks er illa fram settur?

Eða af því að slæmu dæmin eru frekar í fjölmiðlum en það sem vel er gert?

Eða af því að lungað úr þjóðinni finnst vélhjólamennska ekki vera sama frístundin og hestamennska eða skíðaíþrótt (sem er nú ört minnkandi iðja innanlands).

Vélhjólafólk ætti að stinga nefjum saman og reyna að breyta hinni neikvæðu ímynd (sem reyndar margir eru að reyna), ganga frammi fyrir skjöldu með góðri og löglegri umgengni um náttúruna og hætta að vorkenna sjálfum sér.

ólafur (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:25

12 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mér er það til efs að þú sért fulllæs ólafur. Þú vísar í orð Megasar „ svo skal böl bæta að benda á annað verra“. Hvar í þessu bloggi er vísað í annað verra? Mér er spurn.

Birgir Þór Bragason, 16.3.2008 kl. 17:46

13 identicon

Mér finnst þessi aðgerð lögreglu orka tvímælis því með því að reka hjólafólk úr Sandvík þá eru þeir að reka hjólafólk í felur, ef það er bannað að hjóla í Sandvík þá verður bara hjólað annars staðar.

Hjólafólk verður ekki stöðvað með bönnum, ekkert frekar en annað sport, munurinn á aðstöðu fyrir hjólaíþróttir miðað við aðrar íþróttir eru bara svo mikill.

Flest allar íþróttagreinar hafa bara fína aðstöðu sem nýttist allan ársins hring, fótboltahallir, reiðhallir, innisalir fyrir handbolta, körfubolta, frjálsar íþróttir en hjólamenn verða að sætta sig við "ekkert".

Það þykir vist ekki fínt eða flott hjá ráðamönnum að styrkja svona íþrótt og sökum fáfræði flestra ráðamanna þá líta þeir á hjólasportið ekki sem íþrótt, líklega meira svona óþægilegt mál sem best er að banna eða hundsa það.

Það er ekki einu sinni hægt að gera okkur hjólamönnum til geðs að nota strandir landsins til að leika og okkur og eða halda okkur í keppnisformi yfir vetrartímann, ekki erum við að skemma neitt því móðir náttúra lagar svæðið í næsta roki og rigningu.

Það væri gott ef ég gæti skráð hjólið mitt sem hest, þá gæti ég farið hvert sem ég vill án þess að spyrja nokkurn mann, ég hef oft séð það á ferðum mínum um landið, séð stór svöðusár í náttúrunni eftir hestaumferð því ekki spyrja þeir um leyfi hmmm

Hvar eigum við að hjóla í næstu viku?

Halldór (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:23

14 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þetta er akkúrat málið að ef að ríkið gerir ekki neitt fyrir þennan hóp að þá hjólar hann bara einhversstaðar annarstaðar þar sem enginn sér til og það er ekki nógu gott þar sem þessi tæki geta valdið gífurlegum náttúruspjöllum sem eru þegar farinn að sjást víða um hálendið við fáfarna slóða.

Er einhver samtök til þar sem að málefni þessa hóps eru rædd? Samtök sem að sjá um fræðslu og eru í einhverju sambandi við yfirvöld?

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband