Það er gott að laga á þessi gatnamót

Mér finnst hins vegar undarlegt að enn eitt árið verða ekki gerðar lagfæringar á mótum Grensásvegar og Miklubrautar.

Það er til skýrsla frá árinu 1999, sem unnin var fyrir vegagerðina, þar sem bent er á hvað þarf að laga á þessum gatnamótum. Lítið hefur verið gert þar síðan þá.

Þá er einnig bent á að laga þurfi Bústaðaveg í sömu skýrslu. Sérstaklega gatnamótin við brúnna yfir Miklubraut. Þar hefur ekkert verið gert. Þau gatnamót og Bústaðavegurinn í heild sinni er skömm Reykjavíkur og Vegagerðarinnar.


mbl.is Varasöm gatnamót löguð í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki Bústaðavegurinn bara á ábyrgð Reykjavíkurborgar? Annars er Vegagerðin með mikið af vegum í borginni á sinni ábyrgð.

Haraldur (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er það? Hefur orðið breyting þar á?

Birgir Þór Bragason, 6.5.2009 kl. 09:19

3 identicon

Ég bý í Bústaðahverfi og Reykjavíkurborg hefur verið að breyta ljósum og undirbúa hina umdeildu lokun vintri beygju af Bústaðavegi yfir á Reykjanesbraut. Allar þessar aðgerðir hafa verið til að auka á slíflur og gera íbúum erfiðara að komast leiðar sinnar innan hverfisins. Gönguljósin yfir Bústaðaveg til móts við Réttarholtsskóla eru núna 7 sekúndur. Enginn sem kemst þar yfir alveg á grænu. Með nýju beygjuljósunum af Bústaðavegi yfir á Grensásveg er búið að stytta aðalljósin það mikið að það er stanslaus stífla á Bústaðavegi milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar. Og svo á að loka vinstri beygjunni til að beina enn meiri umferð yfir á Réttarholtsveg og þar á brúna yfir Mikilbraut! Slíflan þar á álagstímum er næg fyrir.

Sigríður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband