Er kennslan ekki næg?

Það er ekki erfitt að komast að þeirri niðurstöðu. Ónóg þjálfun og skortur á umferðaruppeldi í skólum landsins (og heimilum) er nú samt sennileg skýring. Einnig má benda á að nýliðar þurfa ekki að hlýta sjálfsögðum reglum um takmarkanir á afli (eins og í flugi, til sjós og á mótorhjólum) því engar slíkar reglur eru í gildi varðandi bíla.
Það er sem sagt ekki erfitt að varpa sök á þessu á þá sem eldri eru og setja reglurnar sem þeir yngri eiga að fara eftir.
mbl.is Ungir ökumenn í þremur banaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börnin mín eru 4 og 6, þau fóru að gang um 1s árs. Núna, 3 og 5 árum síðar þá eiga þau til að 'gleyma' hvernig á að ganga upp og niður tröppur, detta um þröskulda, detta af stólnum - samt eru þau búin að fá margra ára þjálfun...

 17 ára einstaklingur, hefur etv. þrjá mánuði til að læra á bíl og segjum 60 klst. á bakvið stýrið... Eftir 5 ár get ég ekki treyst barninu að stjórna hníf og gafli, hvað þá stefnuljósi, og það er eftir miklu meiri tíma en þessar 60 klst. sem viðkomandi á að hafa til að ná fullu valdi á kannski tveggja tonna tæki! Gaffall vegur nú bara e-h grömm...

 Kannski má ekki bera saman 6 og 17, eða þá 17 og 18... En hugsa má að á bakvið einfaldann hlut eins og að ganga eru kannski fleiri þúsund klukkustundir af æfingu... En það er kannski ekki sanngjarnt að láta einstakling vera 'í læri' þar til viðkomand sannar öryggi sitt og hæfileika...

Björn Róbertsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 15:52

2 identicon

krakkar sem eru 17 ára eru ný komnir með prófið, em 18 ára þá er komin eins árs reynsla. svo ef aldurinn verður hækkaður er bara verið að færa vandamálið á hærra aldursár... þeas 18 ára nýliði gerir alveg sömu mistökin.

lena (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:01

3 identicon

Ég hef velt þessum hlutum fyrir mér um nokkurt skeið og fundist athyglisvert í hve mörgum slysum þessi aldurshópur á hlut. Oft hefur læðst að manni sá grunur að kennslan sé ekki næg en ég hef engar forsendur til þess að telja að svo sé.

Ég get eingöngu stuðst við mína eigin reynslu af ökunámi og þeirra vina minna sem hafa sagt mér frá hve fáa ökutíma þeir tóku í sínu ökunámi. Ég fékk bílprófið árið 1988, ég geri ráð fyrir að kennslan sé í öðru fari nú en þá.

Mig langar að benda á að í þessu sambandi mætti athuga tengsl milli hegðunar þessa aldurshóps í akstri og í flugi. 17 ára einstaklingur getur fengið einkaflugpróf á flugvéla eða þyrlu og aðeins 18 fengið atvinnuflugmannspróf á flugvél. Það þýðir að þessi einstaklingur getur byrjað að starfa í farþegaflutningum með flugvélum eða þyrlum innan við 20 ára.

Það eru mörg dæmi um ungmenni undir 20 ára aldri sem hafa flugpróf og fljúga sínum flugtækjum á mjög ábyrgan hátt. Hver ástæðan er fyrir því veit ég svosem ekki.

Getur verið að kennslan sé betri en í ökunáminu, getur verið að viðurlög við brotum sé strangari en í bílaheiminum, getur verið að hræðslan við mistök og alvarlegar afleiðingar þeirra sé meiri en við akstur bifreiða?

Hvað veldur því að unga fólkið lendir ekki eins oft í slysum í flugi eins og á bílum? Við vitum þó að fólk flýgur mun minna en það ekur bifreið en þá kemur að spurningunni um hvort reynslan spili þar inní? Ef einstaklingur flýgur eða ekur minna, þá ætti reynslan að vera minni og öfugt. Þá ættu slysatölur að vera hærri ef reynslan er minni en það endurspeglast kannski í tölum um umferðarslys. Sama er ekki hægt að segja um flugslysatölur.

Mér þykir ástæða til að þartilbærir aðilar rannsaki hvort eitthvað sé hægt að nota úr flugkennslu í ökukennslu. Flugmenn þuurfa að endurnýja réttindi sín reglulega, einkaflugmaður á flugvél þarf að endurnýja sín réttindi á tveggja ára fresti með því að sýna fram á hæfni til þess að stjórna flugvél. Einkaflugmaður á þyrlu þarf að endurnýja réttindi sín á hverju ári með hæfniprófi hjá Flugmálastjórn. Atvinnuflugmenn bæði á flugvél og þyrlu þurfa að endurnýja sín réttindi á hverju ári.

Það er gert til þess að halda uppi flugöryggi og virðist þetta kerfi virka vel því mjög fá flugslys hafa orðið á Íslandi í seinni tíð. Er líklegt að svipað kerfi geti virkað fyrir ökumenn? Þarf kannski að herða öryggisþáttinn í ökukennslunni og svo auka eftirfylgni við viðhald ökuréttinda eftir að einstaklingur hefur fengið bílpróf?

Mér þykir t.d. alveg út í hött að ég þurfi ekki að gera neitt annað til þess að halda ökuréttindum mínum fram til 70 ára aldurs en að brjóta ekki af mér gagnvart umferðar- og hegningarlögum. Það er tiltölulega auðvelt að mínu viti.

Vonandi ratar þessi hugleiðing inn á borð þeirra sem með þessi mála fara.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Karl Jóhann, takk fyrir þetta.

Þegar einstaklingur fær einkaflugmannsréttindi þá eru það ekki ótakmörkuð réttindi. Viðkomandi fæt til að mynda ekki réttindi til þess að fljúga F15 þotu. Ökuréttindin eru án takmarkanna hvað afl snertir. Því má nýliði á jörðu niðri fara út að aka á 500 helstafla fjórhjóladrifnum fólksbíl sem vegur 1200 kíló án skilyrða. Það er algjört rugl.

Til umhugsunar, það þarf 4 sterka karlmenn í eitt hestafl = 400 í 100 hestöfl. Nýliði með 500 hestöfl í höndunum er með 2.000 Íslenzka fullvaxna karlmenn í taumi. RÆÐUR nýliði við slíkt afl?

Birgir Þór Bragason, 9.7.2009 kl. 10:52

5 identicon

Það er alveg rétt, þessir einstaklingar fá ekki ótakmörkuð réttindi. Flugréttindi eru tekin í áföngum og ég tel það aðferð sem megi skoða að beita í ökukennslu.

Það er reyndar hægt að fá einkaflugpróf á ansi öflugar vélar en það er ekki algengt að fólk geri það.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 02:27

6 Smámynd: Jóhannes V Gunnarsson

Góðan daginn

Hef lengi furðað mig á því hvernig íslenskt ökuskýrteini getur talist fullgilt í EU? Áður fyrr var það þannig að ef maður flutti til t.d Deutschland þurfti þarlent leyfi, síðan að c.a 2000 hefur þess ekki þurft. Afhverju er ég hiss? Jú í mínum huga er aðalmunurinn á bílprófi milli ISL og EU að á fyrr nefnda svæðinu er ökunámskeið en ökukennsla á því seinna.

Það geta allir verið sammála að til að læra dans þarf dansgólf, til að læra sund þarf sundlaug en á Íslandi þar dugar krossapróf og smá krass-kúrs í umferðinni til að kunna að aka bíl!

Hvenær ætli verði tekið í notkun kennslusvæði fyrir ökukennslu á Íslandi? Í dag sér maður kennara nota svæði eins og planið við Europris í Hafnarfirði daglega undir bifhjól og bíla...... eins og að kenna sund í polli.

Ég rak fyrirtæki í Deutschland um nokkra ára skeið og það hafði talsverð áhrif á íðgjöld okkar hve dugleg við vorum að senda starfsmenn í endurmentunn, persónulega fór ég sjálfur tvisvar á námskeið sem í báðum tilvikum voru haldin á keppnissvæði.

en Ísland er og verður eftir á í þessum málum meðan akstursíþróttir er flokkaðar með því sem svona nánast glæpur.

 kv: Jói V "fyrrverandi formaður BIKR"

Jóhannes V Gunnarsson, 18.7.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband